Enski boltinn

Rodriguez frá í hálft ár

Rodriguez er hér borinn af velli um helgina.
Rodriguez er hér borinn af velli um helgina. vísir/getty
Tímabilið er búið hjá Jay Rodriguez, leikmanni Southampton, og hann á heldur ekki möguleika á því að spila á HM.

Í dag var staðfest að hann hefði slitið krossband og verður hann frá í að minnsta kosti sex mánuði vegna meiðslanna. Hann meiddist í leiknum gegn Man. City um helgina.

Rodriguez hefur leikið afar vel fyrir Southampton um helgina og spilaði landsleik fyrir England í nóvember síðastliðnum. Líklegt var talið að hann yrði valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM.

"Við munum gera allt til þess að koma honum sem fyrst út á völlinn aftur," sagði Les Reed hjá Southampton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×