Innlent

Rúmar 108 milljónir í ráðgjafaþjónustu ráðuneytis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Heildarkostnaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna ráðgjafarþjónustu á tæplega átta mánaða tímabili nam rúmum 108 milljónum króna.

Kostnaðurinn tekur til málaflokka sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á tímabilinu 1. júlí 2013 til 15. mars 2014.

Lögfræðikostnaður ráðuneytisins nam tæpum 54 milljónum og sérfræðiþjónusta rúmum 32 milljónum. Þá var kostnaður vegna viðskipta- og hagfræðinga og löggiltra endurskoðenda og rekstrarráðgjafa rúmar átján milljónir og túlkaþjónusta tæpar fjórar milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×