Innlent

„Stórkostlegir hlutir að gerast á Alþingi“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigrún Magnúsdóttir. vísir/pjetur
„Við nærumst á því að níða aðra niður og reyna að finna eitthvað sem er neikvætt frekar en að taka undir það sem er gott. Það eru stórkostlegir hlutir að gerast á Alþingi,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

Hún segir þjóðarvitundina nærast á sífellt neikvæðum fréttum og segir það innprentað í Íslendinga að hér á öldum áður hafi allt verið í myrkviði og hafi umgengst heilu aldirnar. Þá segir hún að þrátt fyrir heilsufarslegt og efnahagslegt erfiði Íslendinga hafi ágætis tímabil tekið við. Hún tekur undir mál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartar framtíðar, sem sagði virðingu fyrir stjórnmálamönnum og Alþingi sífellt fara dvínandi. Hann vísaði í samtal við kunningja sinn sem kosið hefði Framsóknarflokkinn vegna loforða um skuldalækkanir. Páll sagði að sá maður ætlaði aldrei að treysta nokkrum stjórnmálamanni aftur.

„Neikvæðni, stíll, orðafar og hegðun hefur áhrif á börnin okkar. Það smýgur inn í sálarfylgsni þeirra. Við skulum móta þjóðarsálina með bjartsýni, jákvæðni og trú á mátt okkar og vilja,“ sagði Sigrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×