Hughton: Ég hefði haldið Norwich uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 12:30 Hughton er ósáttur. Vísir/Getty Chris Hughton, fyrrverandi knattspyrnustjóri Norwich, er ekki kátur með brottreksturinn frá félaginu en Norwich lét hann fara eftir 1-0 tap á heimavelli gegn West Bromwich um síðustu helgi. Norwich er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá fallsæti en á svakalega erfiða leiki eftir í deildinni. Liðið mætir Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal í síðustu fjórum leikjum tímabilsins. „Ég er auðvitað mjög vonsvikinn með að hafa misst starfið en á sama tíma gríðarlega stoltur af því að hafa verið knattspyrnustjóri Norwich,“ segir Hughton í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Hughton tók við starfinu af Paul Lambert, núverandi stjóra Aston Villa, sem kom liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu í úrvalsdeildinni áður en hann hvarf á braut. Hughton er búinn að halda Norwich tvívegis í úrvalsdeildinni með lítið fé á milli handanna og vonaðist til að vera með liðið í deild þeirra bestu fjórða tímabilið í röð. „Ég skil pirring manna með gengið að undanförnu en ég er handviss um að við vorum á réttri leið með að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins og vera fjögur ár í röð í ensku úrvalsdeildinni.“ „Saman vorum við tilbúnir í síðustu fimm leikina og við vorum vissir um að geta launað fólkinu stuðninginn með því að halda okkur í deildinni,“ segir Chris Hughton.Richard Bevan, framkvæmdastjóri samtaka knattspyrnustjóra í ensku deildakeppninni, sendi einnig út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir óánægju samtakanna með brottreksturinn og sérstaklega tímasetningu hans. „Við verðum að átta okkur á því hversu langt Norwich er komið á stuttum tíma. Fyrir fjórum árum var liðið í C-deildinni. Chris hefur staðið sig frábærlega sem knattspyrnustjóri á sínum ferli og það er mikil synd að sjá einn af okkar bestu ensku stjórum vera rekinn án þess að fá tækifæri til að klára tímabilið,“ segir Richard Bevin. Neil Adams tók við starfinu af Hughton en hann fær það erfiða verkefni að halda liðinu í deildinni. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Chris Hughton, fyrrverandi knattspyrnustjóri Norwich, er ekki kátur með brottreksturinn frá félaginu en Norwich lét hann fara eftir 1-0 tap á heimavelli gegn West Bromwich um síðustu helgi. Norwich er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá fallsæti en á svakalega erfiða leiki eftir í deildinni. Liðið mætir Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal í síðustu fjórum leikjum tímabilsins. „Ég er auðvitað mjög vonsvikinn með að hafa misst starfið en á sama tíma gríðarlega stoltur af því að hafa verið knattspyrnustjóri Norwich,“ segir Hughton í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Hughton tók við starfinu af Paul Lambert, núverandi stjóra Aston Villa, sem kom liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu í úrvalsdeildinni áður en hann hvarf á braut. Hughton er búinn að halda Norwich tvívegis í úrvalsdeildinni með lítið fé á milli handanna og vonaðist til að vera með liðið í deild þeirra bestu fjórða tímabilið í röð. „Ég skil pirring manna með gengið að undanförnu en ég er handviss um að við vorum á réttri leið með að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins og vera fjögur ár í röð í ensku úrvalsdeildinni.“ „Saman vorum við tilbúnir í síðustu fimm leikina og við vorum vissir um að geta launað fólkinu stuðninginn með því að halda okkur í deildinni,“ segir Chris Hughton.Richard Bevan, framkvæmdastjóri samtaka knattspyrnustjóra í ensku deildakeppninni, sendi einnig út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir óánægju samtakanna með brottreksturinn og sérstaklega tímasetningu hans. „Við verðum að átta okkur á því hversu langt Norwich er komið á stuttum tíma. Fyrir fjórum árum var liðið í C-deildinni. Chris hefur staðið sig frábærlega sem knattspyrnustjóri á sínum ferli og það er mikil synd að sjá einn af okkar bestu ensku stjórum vera rekinn án þess að fá tækifæri til að klára tímabilið,“ segir Richard Bevin. Neil Adams tók við starfinu af Hughton en hann fær það erfiða verkefni að halda liðinu í deildinni.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira