Innlent

Klámneysla ömmu og afa

Ingvar Haraldsson skrifar
Kirstín Svava Tómasdóttir fjallaði m.a. um tímaritið Tígulgosann í fyrirlestri sínum um klám í gær.
Kirstín Svava Tómasdóttir fjallaði m.a. um tímaritið Tígulgosann í fyrirlestri sínum um klám í gær.
Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld, hélt í gær fyrirlestur um efni meistararitgerðar sinnar í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um sögu kláms á Íslandi frá 1968-1978. Þeir sem neyttu kláms á þeim tíma eru mörg ömmur og afar í dag.

Kristín fjallaði meðal annars um hvernig neysla á klámi fór fram á tímabilinu. „Það var ýmislegt í gangi. Helst voru það ódýrar kiljur, þýddar og einhverjar íslenskar. Tímaritaútgáfa var einnig blómleg, t.d.Tígulgosinn. Svo var hægt að finna Playboy og Penthouse í bókabúðum. Það komu myndir hingað frá Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum sem sýndar voru í bíó. Myndirnar voru t.d. kynfræðslumyndir sem tengdust kynlífsbyltingunni og auknu frelsi í kynferðismálum. Svo var væntanlega eitthvað meira af „hardcore“ efni í gangi. Það var eitthvað sem líklegra var að væri fyrir utan opinbera umræðu. Sennilega hafa það verið hlutir sem seldir voru undir borðið. Maður getur ímyndað sér að það hafi verið tímarit og svo voru til sýningarvélar. Ég hef ekki enn náð að kynna mér það nákvæmlega.“

Klám alltaf litið hornauga

Aðspurð hvort klám hafi alltaf verið eitthvað sem samfélag hafa litið hornauga sagði Kristín það vera að einhverju leiti hluti af skilgreiningu kláms. „Það er almennt miðað við að það sé flokkur sem ekki er viðurkenndur og ekki endilega er hæfur til að vera opinber. Það er alltaf spurning um hvað sé í lagi og hvað þykir ekki hæft til að vera fyrir allra augum.“

Krístin sagði uppruna kláms vera rekin til endurreisnarinnar. „Það er almennt álitið að það sé eitthvað sem fylgt hafi nývæðingunni. Það er alltaf spurning hvar mörkin eru dregin. En þetta dægurmálaklám er yfirleitt tengt útbreiðslu prentmenningarinnar.“

Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn á vef Sagnfræðingafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×