Enski boltinn

Gerrard: Erum ekki búnir að vinna neitt

Gerrard fagnar marki sínu í kvöld.
Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Steven Gerrard skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu er Liverpool lagði Sunderland, 2-1, í kvöld.

"Ég fæ venjulega ekki að taka aukaspyrnur lengur. Suarez hefur verið að taka þær frábærlega í vetur þannig að hann heldur áfram að sinna því hlutverki. Það er samt stundum gott að breyta til því markvörðurinn á von á því að hann skjóti," sagði Gerrard eftir leik.

"Annars skiptir engu máli hver skorar á meðan við vinnum. Það eiga allir hrós skilið fyrir þennan leik. Við erum komnir í frábæra stöðu en ekki búnir að vinna neitt enn þá.

"Það var erfitt að eiga við Sunderland í þessum leik. Við verðum að læra að verja markið betur er við komumst tveim mörkum yfir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×