Enski boltinn

Wenger ætlar að vera áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Vísir/Getty
Arsene Wenger staðfesti á blaðamannafundi í morgun að hann hafi í hyggju að halda áfram sem knattspyrnustjóri Arsenal.

Arsenal tapaði fyrir Chelsea, 6-0, í þúsundasta leik liðsins undir stjórn Wenger um síðustu helgi. Wenger mætti ekki á blaðamannafund eftir leikinn og þá var öðrum slíkum aflýst á mánudagsmorgun.

Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins en Wenger hafði áður gefið það út að hann hefði í hyggju að vera áfram við störf.

Liðið leikur gegn Manchester City á morgun og sat Wenger því fyrir svörum blaðamanna í dag. „Það er ekkert vafaatriði í þessu máli. Ég gaf loforð og mun standa við það eins og ég hef alltaf gert,“ sagði Wenger.

Hann var einnig spurður um stöðu mála hjá bakverðinum Bacary Sagna en samningur hans við félagið rennur út í vor. Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Inter.

„Hann er með tilboð frá okkur og er ekki búinn að svara. Ég er þó vongóður um að hann verði áfram. Við munum þá virða ákvörðun hans, sama hver hún veðrur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×