Enski boltinn

Mourinho: Ég sýndi enga vanvirðingu

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Yaya Toure, miðjumaður Man. City, lét það fara í taugarnar á sér í vikunni að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, skildi tala um möguleika ensku liðanna í Meistaradeildinni.

Hann sagði Mourinho sýna þeim vanvirðingu og vildi helst að hann sleppti því að tjá sig um önnur lið.

"Ég sagði að bæði Arsenal og Man. City væru nógu góð lið til þess að komast áfram. Ég sagði að rimmurnar væru ekki búnar. Ef það er vanvirðing að styðja liðin frá landinu þar sem ég starfa þá er það víst vanvirðing," sagði Mourinho.

"Bæði Arsenal og Man. City sýndu að ég hafði rétt fyrir mér. Liðin voru með næg gæði til þess að eiga möguleika. Þau spiluðu vel. Ég sýndi enga vanvirðingu heldur stuðning við þessi félög."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×