Enski boltinn

Mourinho vill spila á föstudögum

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Umræðan um leikjaálag í enska boltanum er endalaus og sérstaklega þegar kemur að liðum sem þurfa að spila í Evrópukeppnum.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er með athyglisverða hugmynd í þessum efnum. Hann vill spila leiki á föstudögum.

"Hverju breytir það þó svo við myndum spila á föstudagskvöldi? Það yrði alltaf fullt hús," sagði Mourinho en hans lið spilaði í gær og á svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag.

"Ef þetta væri líka eini leikurinn á föstudegi þá yrði frábært áhorf í sjónvarpinu. Væri þetta góð niðurstaða fyrir Chelsea? Já. Væri þetta líka gott fyrir enska boltann? Já."

Verður áhugavert að sjá hvort þessi hugmynd Portúgalans fái góðan hljómgrunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×