Enski boltinn

Mourinho: Ekki meira af Chris Foy, takk fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var ekki góð helgi fyrir Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, sem var rekinn upp í stúku þegar Chelsea missti tvo menn af velli og tapaði 0-1 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Jose Mourinho var allt annað en sáttur við Chris Foy, dómara leiksins, sem rak hann upp í stúku fyrir að koma inn á völlurinn eftir að Foy gaf öðrum leikmann Chelsea rautt spjald.

Mourinho reyndi að fara að tala við Foy eftir leikinn en varð lítið ágengt og þrátt fyrir að Portúgalinn hafi reynt að passa sig á blaðamannafundinum eftir leik þá gat hann ekki staðist það að skjóta aðeins á umræddan dómara leiksins.

„Kannski myndi það hjálpa til ef að dómaranefndin hætti að senda hann (Foy) á okkar leiki," sagði Jose Mourinho.

„Ég hef samt engan rétt til að biðja um slíkt en ef dómaranefndin ætti að gefa sér tíma til að fara yfir þetta. Í öllum leikjum sem hann dæmir hjá Chelsea, kannski ekki alveg öllum, en í mörgum leikjanna þá koma upp vandamál. Það væri því góð ákvörðun að hætta að senda hann á Chelsea-leiki," sagði Mourinho.

Mourinho rifjaði síðan upp leik hjá Chelsea á móti QPR árið 2011 þegar Chris Foy gaf bæði Jose Bosingwa og Didier Drogba rautt spjald. Hann sagði að leikmennirnir sýnir hafi verið að tala um þetta í vikunni fyrir leikinn þegar þeir fréttu af því að Foy væri að fara dæma leikinn.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir ofan.



Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×