Innlent

Allt á kafi á Siglufirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Róbert Reynisson
Vetrarríki og ófærð eru nú á Siglufirði eftir mikla snjókomu síðustu tvo daga og er Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóða, sem fallið hafa á veginn.

Veðurstofan telur að töluverð snjóflóðahætta sé nú á utanverðum Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, en snjóþyngsli eru mun minni í Ólafsfirði og á Sauðárkróki, sem eru sitthvoru megin við Siglufjörð.

Áfram er spáð éljagangi á þessum slóðum í dag og sömuleiðis við suður og suðausturströndina, þar sem verulega á að bæta í vind upp úr hádegi og verður þar stormur fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×