Innlent

Stál í stál í Herjólfsdeilu

Gissur Sigurðsson skrifar
Samningafundur í deilu undirmanna á Herjólfi við Eimskip, bar ekki árangur í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.

Meðal verkfallsaðgerða undirmanna er að skipið siglir ekkert á milli lands og Eyja um helgar en nú er boðað að siglingabann verði líka á föstudögum þannig að aðeins ein ferð verður farin daglega fjóra daga vikunnar til Þorlákshafnar.

Þetta er meira en helmings skerðing miðað við að sigla til Þorlákshafnar og mun meiri miðað við Landeyjahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×