Innlent

Keppir fyrir Íslands hönd í Norðurlandakeppni í matreiðslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor Örn Andrésson í Herning
Viktor Örn Andrésson í Herning mynd/aðsend
Viktor Örn Andrésson keppir fyrir Íslands hönd í dag í Norðurlandakeppni í matreiðslu í Herning í Danmörku.

Keppnin hófst snemma í morgun og á Viktor að skila forrétt kl. 13.15, aðalrétt kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30 að dönskum tíma sem er klukkutíma á undan.

Hráefnið sem keppendurnir eru að elda úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt.

Í eftirréttinum á að vera marsípan og lífrænt dökkt súkkulaði. Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og er Viktor að keppa við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku.

Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.

Keppendur elda réttina í opnu eldhúsi fyrir 5 manna dómnefnd sem leggur mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna.

Ísland leggur til dómara í keppnina og er það Steinn Óskar Sigurðsson sem er fyrrum liðsmaður í Kokkalandsliðinu og hefur unnið til verðlauna í keppnum hér á landi og erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×