Enski boltinn

Leikmaður Newcastle sektaður fyrir veðmál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dan Gosling í leik með Newcastle.
Dan Gosling í leik með Newcastle. Vísir/Getty
Dan Gosling, leikmaður Newcastle, þarf að greiða 5,6 milljónir króna í sekt eftir að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um veðmál.

Gosling, sem var í láni hjá Blackpool fyrr í vetur, játaði fyrr í mánuðinum að hafa brotið reglur sambandsins margsinnis. Það er þó ekki talið að hann hafi verið að veðja á leiki sinna liða.

Reglurnar sem hann braut segja að leikmenn mega ekki veðja á leiki eða lið sem eru í sömu keppni og þeir sjálfir hafa spilað í.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðurlögum er beitt fyrir brot á þessari reglu en í júní síðastliðnum var Andros Townsend, leikmaður Tottenham, sektaður um tæpar fjórar milljónir punda og dæmdur í fjögurra mánaða bann. Þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir til 2016.

Cameron Jerome, leikmaður Crystal Palace, fékk enn þyngri sekt eða 9,4 milljónir, fyrir brot á reglunum í ágúst síðastliðnum. Hann var þá leikmaður Stoke.

Hvorugur er þó talinn hafa veðjað á leiki sinna liða, ekki frekar en Gosling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×