Innlent

Rannveig hættir í stjórnmálum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-listans í Kópavogi og formaður bæjarráðs, ætlar að hætta í stjórnmálum þegar þessu kjörtímabili lýkur. Hún er eini bæjarfulltrúinn sem setið hefur í meirihluta allt kjörtímabilið.

Frá þessu er sagt á vef Kópavogsfrétta.

Í Kópavogsblaðinu í dag segir Rannveig að allt of algengt sé að stjórnmálamenn sitji áfram sem ekki hafi þekkt sinn vitjunartíma. Þá segir hún að þegar maður sé búinn að starfa lengi í niðurrifsumhverfi sé eðlilegt að þreytast. Henni finnist rétti tíminn til að skipta inn óþreyttu liði vera núna.

Nánar er rætt við Rannveigu í Kópavogsblaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×