Innlent

Sushisamba rýmdur vegna piparúða

Samúel Karl Ólason skrifar
Gestir á Sushisamba þurftu að bregða sér út fyrir um stund.
Gestir á Sushisamba þurftu að bregða sér út fyrir um stund. Mynd/Hannes Agnarsson
Piparúða var úðað á veitingastaðnum Sushisamba í gærkvöldi, svo gestir þurftu að bregða sér út fyrir um stund. „Þetta var frekar vægt. Einhver aðili sem kom inn og fór á salernið spreyjaði piparúða á leiðinni út,“segir Orri Páll Vilhjálmsson, veitingastjóri Sushisamba.

„Fólk kíkti út í ferskt loft í fimm til tíu mínútur og fékk sér bjór og freyðivín á meðan. Síðan var haldið áfram,“ segir Orri. Hann segir einnig að ekki hafi allir gestir staðarins farið út.

Gestir tóku þessu atviki þó með jafnaðargeði. „Food og fun hátíðin er í gangi hjá okkur núna. Þetta var ágætis upplifun í leiðinni.“

Hannes Agnarsson var á veitingastaðnum í gær og birti meðfylgjandi mynd á Facebook. „Það var erfitt að vera þarna inni. Þetta var töluverð erting,“ sagði Hannes í samtali við Vísi.

Árið 2011 þurfti að rýma Íslenska barinn vegna þess að einhver hafði sprautað úr piparúða þar inni og skömmu áður var svipað atvik á Kaffibarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×