Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:00 Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30
Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28
Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30
Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00