Sport

Bardagi Gunnars í heild sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi.

Fyrr í kvöld vann Gunnar glæsilegan sigur á Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu. Bardaginn stóð yfir í rúma fjóra og hálfa mínútu.

Gunnar er enn ósigraður í þremur UFC-bardögum og þrettán bardögum alls í blönduðum bardagalistum (e. MMA).

Bardaginn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en áfram verður sýnt frá UFC á stöðinni á komandi misserum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.