Kirkjan heldur ólögmætri gjaldtöku til streitu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 10:11 Þjóðkirkjan hefur rukkað aðstandendur látinna um ólögleg gjöld í 17 ár. Þetta kemur fram í úttekt Kjarnans í dag. Gjaldið varðar kirkjuvörslu við útfarir sem yfirleitt er á bilinu 6000 - 12.500 kr. og einskorðast gjaldtakan við sóknarkirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Upphæðin á að dekka kostnað kirkna við að kalla út starfsmenn á frídögum sem margir hverjir eru í hlutastarfi. Kirkjuvörslugjaldatakan var kærð af Félagi íslenskra útfarastjóra til Umboðsmanns Alþingis árið 2011 sem leitaði álits hjá Innanríkisráðuneyti sem skilaði áliti sínu í febrúar í fyrra „Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan ætti sér enga stoð í lögum, og þá gilti engu hvort umrædd þjónusta væri hluti af lögmætri þjónustu eða ekki“ , segir í úttektinni. Þó erfitt sé að reikna út hvað hin ólöglega gjaldtaka hefur skilað sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu áætlar Kjarninn að gjaldið færi þeim hátt í fimm milljónir króna á ári. Ráðuneytið hefur ítrekað afstöðu sína við Biskupsstofu en gjaldtökunni er haldið áfram. Enda er það svo að Biskupsstofa álítur Þjóðkirkjuna sem sjálfstætt trúfélag og sóknir hennar sem frjáls félög. Biskupsstofa telur því sóknir kirkjunnnar ekki þurfa að sækja heimildir til ríkisvaldsins og þeim í sjálfsvald sett að ákveða starfsemi sína og gjaldtöku. Þó enn eigi eftir að úrskurða fyrir dómstólum hvort gjaldtakan standist lög er ljóst að umrædd gjaldtaka er enn við lýði í flestum sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu sem Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað ólögmæta. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur rukkað aðstandendur látinna um ólögleg gjöld í 17 ár. Þetta kemur fram í úttekt Kjarnans í dag. Gjaldið varðar kirkjuvörslu við útfarir sem yfirleitt er á bilinu 6000 - 12.500 kr. og einskorðast gjaldtakan við sóknarkirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Upphæðin á að dekka kostnað kirkna við að kalla út starfsmenn á frídögum sem margir hverjir eru í hlutastarfi. Kirkjuvörslugjaldatakan var kærð af Félagi íslenskra útfarastjóra til Umboðsmanns Alþingis árið 2011 sem leitaði álits hjá Innanríkisráðuneyti sem skilaði áliti sínu í febrúar í fyrra „Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan ætti sér enga stoð í lögum, og þá gilti engu hvort umrædd þjónusta væri hluti af lögmætri þjónustu eða ekki“ , segir í úttektinni. Þó erfitt sé að reikna út hvað hin ólöglega gjaldtaka hefur skilað sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu áætlar Kjarninn að gjaldið færi þeim hátt í fimm milljónir króna á ári. Ráðuneytið hefur ítrekað afstöðu sína við Biskupsstofu en gjaldtökunni er haldið áfram. Enda er það svo að Biskupsstofa álítur Þjóðkirkjuna sem sjálfstætt trúfélag og sóknir hennar sem frjáls félög. Biskupsstofa telur því sóknir kirkjunnnar ekki þurfa að sækja heimildir til ríkisvaldsins og þeim í sjálfsvald sett að ákveða starfsemi sína og gjaldtöku. Þó enn eigi eftir að úrskurða fyrir dómstólum hvort gjaldtakan standist lög er ljóst að umrædd gjaldtaka er enn við lýði í flestum sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu sem Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað ólögmæta.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira