„Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2014 13:55 Mynd/Tanha Ýr Jón Pétursson, eigandi minkaveiðihundabúsins í Mosfellsdal, sagði hundabúið vera með fulla vottun dýralæknis um að allt sé eins og það á að vera. Jón var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði sína hlið á máli sem fjallað hefur verið um á Vísi. Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur sett út á hundabúið að undaförnu. „Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá,“ segir Jón. Honum finnst Tanja ekki hafa sagt rétt frá. „Hún er líka að gagnrýna Matvælastofnun fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni, sem er bara vitleysa. Hún kvartar í desember 2012 og þá fá þeir bréf. Sama mánuð senda þeir tvo dýralækna uppeftir til okkar til að taka út aðstæður,“ segir Jón. Í vottorði frá Matvælastofnun segir: „Á skoðanadegi virtust allir hundarnir við góða heilsu. Voru í ásættanlegum holdum og kátir, flestir þeirra sóttust eftir athygli. Eldri hundar virtust sprækir þegar þeim var hleypt úr búrum og sýndu ekki merki stirðleika. Nokkrir hundanna voru með roðabreytinga á milli táa eða þófa auk þess sem ein eldri tík var með gróin smásár á fótum.“ Jón sagði ekkert óeðlilegt við smásár á fótum á þessum hundum sem eru að grafa allan daginn í vinnu. Aðspurður hvort MAST hafi ekkert haft út á hundana að setja segir hann: „Nei ekki hundana sjálfa, en þeir settu út á ýmislegt sem við þurftum að breyta. Vorið 2013 komu þeir aftur og tóku út breytinguna og samþykktu hana. Þá komu þrír dýralæknar og skoðuðu hjá okkur. Á síðasta ári komu sex dýralæknar upp á bú hjá okkur. Haldið þið að ekki að einhver af dýralæknunum hefði sett út á ef eitthvað væri að?“ Fram kom í þættinum að hundarnir hafi verið bólusettir og ormahreinsaðir og einnig hafi aðstaða þeirra verið tekin út af dýralækni. „Hundarnir voru allir vel haldnir og almennt heilbrigði gott. Húsakynni voru hrein, svefnkassar fínir og var matur og hreint vatn hjá hundunum,“ segir í vottorði sem Þórunn Lára Þórarinsdóttir, dýralæknir, skrifaði undir. „Það er búið að saka okkur um dýraníð. Heldur þú að það kæmi ekki fram á þessu,“ sagði Jón. Í gær komu tveir dýralæknar aftur upp að búinu til að taka út aðstæður. „Ég tók af handahófi ýmislegt sem hún hefur sagt á netinu og bjó til spurningalista fyrir dýralæknana og bað þá um að svara já eða nei,“ segir Jón. Fyrsta spurningin var: Er fóðrið fyrsta flokks? „Við erum með glænýtt fóður.“ Eru hundarnir stressaðir? Því var svarað nei. Eru hundarnir illa á sig komnir? Nei. Eru hundarnir hreinir eða skítugir? Hreinir. Komast allir hundar út og inn þegar þeir vilja? Já. Komast hundarnir yfir skafla og inn? Já. Er lyktin óásættanleg, bæði inni og utan? Nei. Eru hundarnir hræddir? Nei. Eru einhver sár á hundunum? Nei. Er umhirða í húsunum óásættanleg? Nei. „Þetta skrifa tveir dýralæknar undir,“ sagði Jón. Að lokum sagði Jón: „Hundarnir okkar skipta okkur öllu máli í veiðinni. Þess vegna skiptir máli að þeim líði vel og séu vel haldnir.“ Því næst bauð hann Tönju til að koma og skoða sig um við hundabúið þegar hún vill. Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Jón Pétursson, eigandi minkaveiðihundabúsins í Mosfellsdal, sagði hundabúið vera með fulla vottun dýralæknis um að allt sé eins og það á að vera. Jón var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði sína hlið á máli sem fjallað hefur verið um á Vísi. Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur sett út á hundabúið að undaförnu. „Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá,“ segir Jón. Honum finnst Tanja ekki hafa sagt rétt frá. „Hún er líka að gagnrýna Matvælastofnun fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni, sem er bara vitleysa. Hún kvartar í desember 2012 og þá fá þeir bréf. Sama mánuð senda þeir tvo dýralækna uppeftir til okkar til að taka út aðstæður,“ segir Jón. Í vottorði frá Matvælastofnun segir: „Á skoðanadegi virtust allir hundarnir við góða heilsu. Voru í ásættanlegum holdum og kátir, flestir þeirra sóttust eftir athygli. Eldri hundar virtust sprækir þegar þeim var hleypt úr búrum og sýndu ekki merki stirðleika. Nokkrir hundanna voru með roðabreytinga á milli táa eða þófa auk þess sem ein eldri tík var með gróin smásár á fótum.“ Jón sagði ekkert óeðlilegt við smásár á fótum á þessum hundum sem eru að grafa allan daginn í vinnu. Aðspurður hvort MAST hafi ekkert haft út á hundana að setja segir hann: „Nei ekki hundana sjálfa, en þeir settu út á ýmislegt sem við þurftum að breyta. Vorið 2013 komu þeir aftur og tóku út breytinguna og samþykktu hana. Þá komu þrír dýralæknar og skoðuðu hjá okkur. Á síðasta ári komu sex dýralæknar upp á bú hjá okkur. Haldið þið að ekki að einhver af dýralæknunum hefði sett út á ef eitthvað væri að?“ Fram kom í þættinum að hundarnir hafi verið bólusettir og ormahreinsaðir og einnig hafi aðstaða þeirra verið tekin út af dýralækni. „Hundarnir voru allir vel haldnir og almennt heilbrigði gott. Húsakynni voru hrein, svefnkassar fínir og var matur og hreint vatn hjá hundunum,“ segir í vottorði sem Þórunn Lára Þórarinsdóttir, dýralæknir, skrifaði undir. „Það er búið að saka okkur um dýraníð. Heldur þú að það kæmi ekki fram á þessu,“ sagði Jón. Í gær komu tveir dýralæknar aftur upp að búinu til að taka út aðstæður. „Ég tók af handahófi ýmislegt sem hún hefur sagt á netinu og bjó til spurningalista fyrir dýralæknana og bað þá um að svara já eða nei,“ segir Jón. Fyrsta spurningin var: Er fóðrið fyrsta flokks? „Við erum með glænýtt fóður.“ Eru hundarnir stressaðir? Því var svarað nei. Eru hundarnir illa á sig komnir? Nei. Eru hundarnir hreinir eða skítugir? Hreinir. Komast allir hundar út og inn þegar þeir vilja? Já. Komast hundarnir yfir skafla og inn? Já. Er lyktin óásættanleg, bæði inni og utan? Nei. Eru hundarnir hræddir? Nei. Eru einhver sár á hundunum? Nei. Er umhirða í húsunum óásættanleg? Nei. „Þetta skrifa tveir dýralæknar undir,“ sagði Jón. Að lokum sagði Jón: „Hundarnir okkar skipta okkur öllu máli í veiðinni. Þess vegna skiptir máli að þeim líði vel og séu vel haldnir.“ Því næst bauð hann Tönju til að koma og skoða sig um við hundabúið þegar hún vill.
Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
"Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00
„Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50
„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49