„Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2014 13:55 Mynd/Tanha Ýr Jón Pétursson, eigandi minkaveiðihundabúsins í Mosfellsdal, sagði hundabúið vera með fulla vottun dýralæknis um að allt sé eins og það á að vera. Jón var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði sína hlið á máli sem fjallað hefur verið um á Vísi. Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur sett út á hundabúið að undaförnu. „Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá,“ segir Jón. Honum finnst Tanja ekki hafa sagt rétt frá. „Hún er líka að gagnrýna Matvælastofnun fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni, sem er bara vitleysa. Hún kvartar í desember 2012 og þá fá þeir bréf. Sama mánuð senda þeir tvo dýralækna uppeftir til okkar til að taka út aðstæður,“ segir Jón. Í vottorði frá Matvælastofnun segir: „Á skoðanadegi virtust allir hundarnir við góða heilsu. Voru í ásættanlegum holdum og kátir, flestir þeirra sóttust eftir athygli. Eldri hundar virtust sprækir þegar þeim var hleypt úr búrum og sýndu ekki merki stirðleika. Nokkrir hundanna voru með roðabreytinga á milli táa eða þófa auk þess sem ein eldri tík var með gróin smásár á fótum.“ Jón sagði ekkert óeðlilegt við smásár á fótum á þessum hundum sem eru að grafa allan daginn í vinnu. Aðspurður hvort MAST hafi ekkert haft út á hundana að setja segir hann: „Nei ekki hundana sjálfa, en þeir settu út á ýmislegt sem við þurftum að breyta. Vorið 2013 komu þeir aftur og tóku út breytinguna og samþykktu hana. Þá komu þrír dýralæknar og skoðuðu hjá okkur. Á síðasta ári komu sex dýralæknar upp á bú hjá okkur. Haldið þið að ekki að einhver af dýralæknunum hefði sett út á ef eitthvað væri að?“ Fram kom í þættinum að hundarnir hafi verið bólusettir og ormahreinsaðir og einnig hafi aðstaða þeirra verið tekin út af dýralækni. „Hundarnir voru allir vel haldnir og almennt heilbrigði gott. Húsakynni voru hrein, svefnkassar fínir og var matur og hreint vatn hjá hundunum,“ segir í vottorði sem Þórunn Lára Þórarinsdóttir, dýralæknir, skrifaði undir. „Það er búið að saka okkur um dýraníð. Heldur þú að það kæmi ekki fram á þessu,“ sagði Jón. Í gær komu tveir dýralæknar aftur upp að búinu til að taka út aðstæður. „Ég tók af handahófi ýmislegt sem hún hefur sagt á netinu og bjó til spurningalista fyrir dýralæknana og bað þá um að svara já eða nei,“ segir Jón. Fyrsta spurningin var: Er fóðrið fyrsta flokks? „Við erum með glænýtt fóður.“ Eru hundarnir stressaðir? Því var svarað nei. Eru hundarnir illa á sig komnir? Nei. Eru hundarnir hreinir eða skítugir? Hreinir. Komast allir hundar út og inn þegar þeir vilja? Já. Komast hundarnir yfir skafla og inn? Já. Er lyktin óásættanleg, bæði inni og utan? Nei. Eru hundarnir hræddir? Nei. Eru einhver sár á hundunum? Nei. Er umhirða í húsunum óásættanleg? Nei. „Þetta skrifa tveir dýralæknar undir,“ sagði Jón. Að lokum sagði Jón: „Hundarnir okkar skipta okkur öllu máli í veiðinni. Þess vegna skiptir máli að þeim líði vel og séu vel haldnir.“ Því næst bauð hann Tönju til að koma og skoða sig um við hundabúið þegar hún vill. Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Jón Pétursson, eigandi minkaveiðihundabúsins í Mosfellsdal, sagði hundabúið vera með fulla vottun dýralæknis um að allt sé eins og það á að vera. Jón var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði sína hlið á máli sem fjallað hefur verið um á Vísi. Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur sett út á hundabúið að undaförnu. „Það er hálfpartinn búið að taka okkur af lífi þarna uppfrá,“ segir Jón. Honum finnst Tanja ekki hafa sagt rétt frá. „Hún er líka að gagnrýna Matvælastofnun fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni, sem er bara vitleysa. Hún kvartar í desember 2012 og þá fá þeir bréf. Sama mánuð senda þeir tvo dýralækna uppeftir til okkar til að taka út aðstæður,“ segir Jón. Í vottorði frá Matvælastofnun segir: „Á skoðanadegi virtust allir hundarnir við góða heilsu. Voru í ásættanlegum holdum og kátir, flestir þeirra sóttust eftir athygli. Eldri hundar virtust sprækir þegar þeim var hleypt úr búrum og sýndu ekki merki stirðleika. Nokkrir hundanna voru með roðabreytinga á milli táa eða þófa auk þess sem ein eldri tík var með gróin smásár á fótum.“ Jón sagði ekkert óeðlilegt við smásár á fótum á þessum hundum sem eru að grafa allan daginn í vinnu. Aðspurður hvort MAST hafi ekkert haft út á hundana að setja segir hann: „Nei ekki hundana sjálfa, en þeir settu út á ýmislegt sem við þurftum að breyta. Vorið 2013 komu þeir aftur og tóku út breytinguna og samþykktu hana. Þá komu þrír dýralæknar og skoðuðu hjá okkur. Á síðasta ári komu sex dýralæknar upp á bú hjá okkur. Haldið þið að ekki að einhver af dýralæknunum hefði sett út á ef eitthvað væri að?“ Fram kom í þættinum að hundarnir hafi verið bólusettir og ormahreinsaðir og einnig hafi aðstaða þeirra verið tekin út af dýralækni. „Hundarnir voru allir vel haldnir og almennt heilbrigði gott. Húsakynni voru hrein, svefnkassar fínir og var matur og hreint vatn hjá hundunum,“ segir í vottorði sem Þórunn Lára Þórarinsdóttir, dýralæknir, skrifaði undir. „Það er búið að saka okkur um dýraníð. Heldur þú að það kæmi ekki fram á þessu,“ sagði Jón. Í gær komu tveir dýralæknar aftur upp að búinu til að taka út aðstæður. „Ég tók af handahófi ýmislegt sem hún hefur sagt á netinu og bjó til spurningalista fyrir dýralæknana og bað þá um að svara já eða nei,“ segir Jón. Fyrsta spurningin var: Er fóðrið fyrsta flokks? „Við erum með glænýtt fóður.“ Eru hundarnir stressaðir? Því var svarað nei. Eru hundarnir illa á sig komnir? Nei. Eru hundarnir hreinir eða skítugir? Hreinir. Komast allir hundar út og inn þegar þeir vilja? Já. Komast hundarnir yfir skafla og inn? Já. Er lyktin óásættanleg, bæði inni og utan? Nei. Eru hundarnir hræddir? Nei. Eru einhver sár á hundunum? Nei. Er umhirða í húsunum óásættanleg? Nei. „Þetta skrifa tveir dýralæknar undir,“ sagði Jón. Að lokum sagði Jón: „Hundarnir okkar skipta okkur öllu máli í veiðinni. Þess vegna skiptir máli að þeim líði vel og séu vel haldnir.“ Því næst bauð hann Tönju til að koma og skoða sig um við hundabúið þegar hún vill.
Tengdar fréttir "Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00 „Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50 „Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
"Mér finnst engin dýr eiga að upplifa svona aðstæður“ - MYNDIR "Þeir eru illa á sig komnir það er greinilegt,“ segir Tanja Ýr fegurðardrottning Íslands. 17. febrúar 2014 15:00
„Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“ Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið. 18. febrúar 2014 17:50
„Þetta má, en er afskaplega rangt siðferðislega“ Jóhanna Reykjalín hundaþjálfari segir veiðihunda gjarnan alda upp á ómannúðlegan hátt. Þeir eru einangraðir stóran hluta ársins. Hún segir hegðun þeirra breytast. Fréttinni fylgir myndband af hundunum í Helgafelli. 17. febrúar 2014 15:49