Lögmenn í nauðungarvinnu við verjendastörf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. febrúar 2014 16:02 Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. VÍSIR/PJETUR „Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Ég veit ekki um neina aðra stétt manna sem er gert með lagaskyldu að taka að sér ákveðin störf fyrir ríkið sem svo ákveður þóknunina,“ segir Björn Ólafur Hallgrímsson lögmaður. Blaðamaður Vísis leitaði til Björns Ólafs vegna vegna þess sem fram í lok málflutnings hans í aðalmeðferð í máli Sigurðar Kárasonar í gær. Í lok málflutningsins fór Björn fram á það við dómara að hann rökstyddi ákvörðun sína um málsvarnarlaun. Hann vakti athygli á því að verjendum væri skylt að taka við skipun til verjendastarfa samkvæmt lögmannalögum. Verjandi starfaði því samkvæmt lagaskyldu og skipan dómara.Ákvæðið brjóti gegn stjórnarskrá Í dag er miðað við það að þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna sé 10 þúsund krónur á klukkustund. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá árinu 2009. Ráðherra ákveður upphæðina samkvæmt heimild í lögum um sakamál. Björn sagði fyrir dómi í gær þessa viðleitni löggjafans og ráðherra fela í sér brot og valdníðslu gegn stjórnarskrárvörðum grundvallarréttindum verjenda. Ákvæði í sakamálalögum, þar sem fram kemur að ráðherra sé heimilt að mæla fyrir um tímagjald verjenda, brjóti gegn stjórnarskrá. Björn útskýrði orð sín á þann veg að hann teldi flestar almennar lögmannsstofur vera með tímagjald í venjulegum verkefnum á bilinu 18 til 25 þúsund krónur. Mismunur þess tímagjalds og þeirra 10 þúsund króna sem greitt er fyrir verjendastörf nú, falli því á lögmanninn. Lögmaðurinn sé því í vissum skilningi í nauðungarvinnu við verjandastörf. Hér verði jafnframt að hafa í huga að tímagjaldið sé ekki laun lögmannsins, eins og margir virðist halda, heldur sé það útseldur kostnaður viðkomandi lögmannsstofu. Af þeim útselda kostnaði megi telja að um 50 til 55 prósent fari í rekstrarkostnað lögmannsstofu. Verjandinn segir einnig við Vísi að hann telji að öðrum sérfræðingum, sem að dómsmálum koma eins og til dæmis sálfræðingum í forsjármálum og dómtúlkum, væri greiddur kostnaður samkvæmt reikningi. Mismununin kunni að vera sprottin af því að lögmenn einir séu skyldir að lögum til að veita sérfræðiaðstoð í dómsmálum. Því væri auðveldara gagnvart þeim að fara þær leiðir sem Alþingi og ráðherra hafa mælt fyrir um með ákvæðum sem brjóti gegn stjórnarskrá.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira