Enski boltinn

Jafntefli hjá Magath í fyrsta leik | öll úrslitin

Felix Magath tókst ekki að vinna sigur í fyrsta leik sínum sem stjóri Fulham en liðið gerði jafntefli við West Bromwich, 1-1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ashkhan Dejagah kom Fulham yfir á 28. mínútu en Matej Vydra jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Verkefnið verður því bara erfiðara fyrir Þjóðverjann en Fulham er eftir sem áður á botni deildarinnar með 21 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Ole Gunnar Solskjær og félagar steinlágu fyrir Hull á heimavelli, 4-0, en Cardiff-liðið er áfram í næstneðsta sæti og líta hlutirnir ekki vel út þar á bæ.

West Ham vann aftur á móti góðan sigur á Southampton, 3-1 og Yaya Touré tryggði Man. City sigur á Stoke.

Chelsea er í toppsæti deildarinnar með 60 stig, Arsenal í öðru sæti með 59 stig og City er með 57 stig. WBA er í 16. sæti með 26 og Hull lyfti sér upp í 11. sæti með sigrinum í dag. Liðið er með 30 stig.

Úrslit dagsins:

Chelsea - Everton 1-0

John Terry 90.+3

Arsenal - Sunderland 4-1

Oliver Giroud 5., 31., Tomas Rosicky 42., Laurent Koscielny 57. - Emanuele Giaccherini 81.

Cardiff - Hull 0-4

Tom Huddleston 18., Nikica Helavic 38., 57., Jake Livermore 67.

Man. City - Stoke 1-0

Yaya Touré 70.

West Bromwich - Fulham 1-1

Matej Vydra 86. - Ashkhan Dejagah 28.

West Ham - Southampton 3-1

Matt Jarvis 20., Carlton Cole 23., Kevin Nolan 71. - Maya Yoshida 8.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×