Kraumandi óánægja meðal margra Kjartan Atli Kjartansson og Bjarki Ármannsson skrifar 21. febrúar 2014 23:15 Helgi er í hópi þeirra Sjálfstæðismanna sem vilja ekki draga aðildarumsóknina til baka. „Þetta kemur mér verulega á óvart og veldur miklum vonbrigðum, þó maður sé ýmsu vanur,“ segir Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, um þá niðurstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins að styðja tillögu utanríkisráðherra að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Helgi var meðal þeirra sem tók til máls á fundi Félags sjálfstæðra Evrópusinna fyrr í dag. „Ég skil ekki hvað liggur á,“ segir Helgi, sem hefði viljað sjá stjórnarflokkana bíða eftir því að skýrsla Alþjóðastofnunnar Háskóla Íslands lægi fyrir áður en ákvörðun væri tekin í þessum efnum. „Það er greinilegt að þeir óttast innihald þeirrar skýrslu,“ segir Helgi. „Ef þeir fara fram með þetta án þess að það sem er í skýrslunni komi fram eru þeir að taka þá áhættu að aðilar vinnumarkaðarins eigi erfitt að vinna með þeim.“ „Ég hef aldrei vitað um ríkisstjórn sem hefur ekki reynt að eiga gott samstarf með aðilum vinnumarkaðarins, þetta er alveg nýtt.“ Helgi segist sérstaklega vonsvikinn í ljósi þess að flokksmönnum hafi verið talin trú um að gengið yrði til atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. „Maður hefur ekki ætlast til mikils af Framsókn en Bjarni Benediktsson lofaði hátíðlega að það yrði kosið um framhald viðræðna á fyrrihluta kjörtímabils,“ segir Helgi. „Margir kusu hann út á þetta loforð. Ég sagði á fundinum í dag að ég hefði kosið út á þetta loforð.“ Rætt hefur verið um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna mismunandi afstöðu þungavigtarfólks innan flokksins gagnvart umsóknarviðræðunum. Meðal annars hefur það verið nefnt að einhverjir flokksmenn gætu reynt að stofna nýjan flokk vegna þessa. „Það eru ekki alveg að koma kosningar og ég veit ekki til þess að það sé nein slík vinna í gangi,“ segir Helgi um málið. „En ég geri mér það ljóst að það er orðin kraumandi óánægja meðal margra. Fólk á hægri væng og miðju hlýtur að hugsa sinn gang.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þetta kemur mér verulega á óvart og veldur miklum vonbrigðum, þó maður sé ýmsu vanur,“ segir Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, um þá niðurstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins að styðja tillögu utanríkisráðherra að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Helgi var meðal þeirra sem tók til máls á fundi Félags sjálfstæðra Evrópusinna fyrr í dag. „Ég skil ekki hvað liggur á,“ segir Helgi, sem hefði viljað sjá stjórnarflokkana bíða eftir því að skýrsla Alþjóðastofnunnar Háskóla Íslands lægi fyrir áður en ákvörðun væri tekin í þessum efnum. „Það er greinilegt að þeir óttast innihald þeirrar skýrslu,“ segir Helgi. „Ef þeir fara fram með þetta án þess að það sem er í skýrslunni komi fram eru þeir að taka þá áhættu að aðilar vinnumarkaðarins eigi erfitt að vinna með þeim.“ „Ég hef aldrei vitað um ríkisstjórn sem hefur ekki reynt að eiga gott samstarf með aðilum vinnumarkaðarins, þetta er alveg nýtt.“ Helgi segist sérstaklega vonsvikinn í ljósi þess að flokksmönnum hafi verið talin trú um að gengið yrði til atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. „Maður hefur ekki ætlast til mikils af Framsókn en Bjarni Benediktsson lofaði hátíðlega að það yrði kosið um framhald viðræðna á fyrrihluta kjörtímabils,“ segir Helgi. „Margir kusu hann út á þetta loforð. Ég sagði á fundinum í dag að ég hefði kosið út á þetta loforð.“ Rætt hefur verið um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna mismunandi afstöðu þungavigtarfólks innan flokksins gagnvart umsóknarviðræðunum. Meðal annars hefur það verið nefnt að einhverjir flokksmenn gætu reynt að stofna nýjan flokk vegna þessa. „Það eru ekki alveg að koma kosningar og ég veit ekki til þess að það sé nein slík vinna í gangi,“ segir Helgi um málið. „En ég geri mér það ljóst að það er orðin kraumandi óánægja meðal margra. Fólk á hægri væng og miðju hlýtur að hugsa sinn gang.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira