Fótbolti

Gunnar Heiðar á skotskónum í Tyrklandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson Vísir/Getty
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í 2-2 jafntefli gegn Gençlerbirliği í dag.

Gunnar Heiðar skoraði annað mark Konyaspor á lokamínútum fyrri hálfleiks eftir að Aliaksandr Hleb, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, hafði komið Konyaspor yfir. Gençlerbirliği náði að jafna leikinn í seinni hálfleik þegar rúmenski landsliðsmaðurinn Bogdan Stancu skoraði tvö mörk.

Gunnar Heiðar var tekinn af velli þegar stutt var til leiksloka en liðsfélagar hans náðu ekki að koma inn sigurmarki og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Konyaspor situr í ellefta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar eftir leikinn, sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×