Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttartillögu um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttatilboði stjórnarandstöðunnar um að Alþingi samþykki hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið í stað þess að slíta þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu undir lok kjörtímabilsins. Samkomulag tókst um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í kvöld. Þingmenn ræddu evrópumálin á maraþonfundi í gær sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin fjögur í nótt. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að svo mikilvægt mál sé rætt í skjóli nætur. „Stjarnfræðileg svik Sjálfstæðisflokksins á kosningaloforðum koma okkur andstæðingum hans auðvitað ekki á óvart. Og það er að vissi leiti hægt að sýna því skilning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leggi á það ríka áherslu að svik þeirra við þjóðina séu rædd í skjóli nætur,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Vinstri grænir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér sáttaleið í málinu, þar sem gert er ráð fyrir að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið og þær ekki teknar upp að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Formaður Bjartrar framtíðar sagði flokkinn tilbúinn að gera sátt á forsendum stjórnarsáttmálans. „Og við lítum á það sem sáttatón af okkar hálfu. Að einfaldlega verði litið svo á að það sé hlé á viðræðunum við ESB og það sé afstaða ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin haldi ekki áfram viðræðum við ESB fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En stjórnarflokkarnir voru ekki til viðræðu um þetta mál sem formanni Vinstri grænna þótti miður. „Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðum okkar tillögu fram, hún lá ekki fyrir í byrjun vikunnar, hún er viðbrögð við þeirri tillögu sem stjórnarflokkarnir leggja hér fram . Tilraun til að skapa hér einhverja sáttaleið í flóknu máli og horfast í augu við stefnu þeirra stjórnarflokka sem hér eru. En standa um leið við þau loforð sem allir flokkar gáfu um að þjóðin fengi að segja sitt um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Síðdegis tóks síðan samkomulag um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í dag og að utanríkisráðherra fái að mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að draga aðildarumsóknina til baka, en umræður um hana fara ekki fram fyrr en þingfundir hefjast á ný eftir nefndaviku hinn 10. mars. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttatilboði stjórnarandstöðunnar um að Alþingi samþykki hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið í stað þess að slíta þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu undir lok kjörtímabilsins. Samkomulag tókst um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í kvöld. Þingmenn ræddu evrópumálin á maraþonfundi í gær sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin fjögur í nótt. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að svo mikilvægt mál sé rætt í skjóli nætur. „Stjarnfræðileg svik Sjálfstæðisflokksins á kosningaloforðum koma okkur andstæðingum hans auðvitað ekki á óvart. Og það er að vissi leiti hægt að sýna því skilning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leggi á það ríka áherslu að svik þeirra við þjóðina séu rædd í skjóli nætur,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Vinstri grænir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér sáttaleið í málinu, þar sem gert er ráð fyrir að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið og þær ekki teknar upp að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Formaður Bjartrar framtíðar sagði flokkinn tilbúinn að gera sátt á forsendum stjórnarsáttmálans. „Og við lítum á það sem sáttatón af okkar hálfu. Að einfaldlega verði litið svo á að það sé hlé á viðræðunum við ESB og það sé afstaða ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin haldi ekki áfram viðræðum við ESB fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En stjórnarflokkarnir voru ekki til viðræðu um þetta mál sem formanni Vinstri grænna þótti miður. „Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðum okkar tillögu fram, hún lá ekki fyrir í byrjun vikunnar, hún er viðbrögð við þeirri tillögu sem stjórnarflokkarnir leggja hér fram . Tilraun til að skapa hér einhverja sáttaleið í flóknu máli og horfast í augu við stefnu þeirra stjórnarflokka sem hér eru. En standa um leið við þau loforð sem allir flokkar gáfu um að þjóðin fengi að segja sitt um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Síðdegis tóks síðan samkomulag um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í dag og að utanríkisráðherra fái að mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að draga aðildarumsóknina til baka, en umræður um hana fara ekki fram fyrr en þingfundir hefjast á ný eftir nefndaviku hinn 10. mars.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira