Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttartillögu um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttatilboði stjórnarandstöðunnar um að Alþingi samþykki hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið í stað þess að slíta þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu undir lok kjörtímabilsins. Samkomulag tókst um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í kvöld. Þingmenn ræddu evrópumálin á maraþonfundi í gær sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin fjögur í nótt. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að svo mikilvægt mál sé rætt í skjóli nætur. „Stjarnfræðileg svik Sjálfstæðisflokksins á kosningaloforðum koma okkur andstæðingum hans auðvitað ekki á óvart. Og það er að vissi leiti hægt að sýna því skilning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leggi á það ríka áherslu að svik þeirra við þjóðina séu rædd í skjóli nætur,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Vinstri grænir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér sáttaleið í málinu, þar sem gert er ráð fyrir að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið og þær ekki teknar upp að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Formaður Bjartrar framtíðar sagði flokkinn tilbúinn að gera sátt á forsendum stjórnarsáttmálans. „Og við lítum á það sem sáttatón af okkar hálfu. Að einfaldlega verði litið svo á að það sé hlé á viðræðunum við ESB og það sé afstaða ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin haldi ekki áfram viðræðum við ESB fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En stjórnarflokkarnir voru ekki til viðræðu um þetta mál sem formanni Vinstri grænna þótti miður. „Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðum okkar tillögu fram, hún lá ekki fyrir í byrjun vikunnar, hún er viðbrögð við þeirri tillögu sem stjórnarflokkarnir leggja hér fram . Tilraun til að skapa hér einhverja sáttaleið í flóknu máli og horfast í augu við stefnu þeirra stjórnarflokka sem hér eru. En standa um leið við þau loforð sem allir flokkar gáfu um að þjóðin fengi að segja sitt um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Síðdegis tóks síðan samkomulag um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í dag og að utanríkisráðherra fái að mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að draga aðildarumsóknina til baka, en umræður um hana fara ekki fram fyrr en þingfundir hefjast á ný eftir nefndaviku hinn 10. mars. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Stjórnarflokkarnir höfnuðu sáttatilboði stjórnarandstöðunnar um að Alþingi samþykki hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið í stað þess að slíta þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu undir lok kjörtímabilsins. Samkomulag tókst um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í kvöld. Þingmenn ræddu evrópumálin á maraþonfundi í gær sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin fjögur í nótt. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að svo mikilvægt mál sé rætt í skjóli nætur. „Stjarnfræðileg svik Sjálfstæðisflokksins á kosningaloforðum koma okkur andstæðingum hans auðvitað ekki á óvart. Og það er að vissi leiti hægt að sýna því skilning að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leggi á það ríka áherslu að svik þeirra við þjóðina séu rædd í skjóli nætur,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Vinstri grænir hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér sáttaleið í málinu, þar sem gert er ráð fyrir að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið og þær ekki teknar upp að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Formaður Bjartrar framtíðar sagði flokkinn tilbúinn að gera sátt á forsendum stjórnarsáttmálans. „Og við lítum á það sem sáttatón af okkar hálfu. Að einfaldlega verði litið svo á að það sé hlé á viðræðunum við ESB og það sé afstaða ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin haldi ekki áfram viðræðum við ESB fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En stjórnarflokkarnir voru ekki til viðræðu um þetta mál sem formanni Vinstri grænna þótti miður. „Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðum okkar tillögu fram, hún lá ekki fyrir í byrjun vikunnar, hún er viðbrögð við þeirri tillögu sem stjórnarflokkarnir leggja hér fram . Tilraun til að skapa hér einhverja sáttaleið í flóknu máli og horfast í augu við stefnu þeirra stjórnarflokka sem hér eru. En standa um leið við þau loforð sem allir flokkar gáfu um að þjóðin fengi að segja sitt um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Síðdegis tóks síðan samkomulag um að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar í dag og að utanríkisráðherra fái að mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að draga aðildarumsóknina til baka, en umræður um hana fara ekki fram fyrr en þingfundir hefjast á ný eftir nefndaviku hinn 10. mars.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira