Innlent

Samband íslenskra sveitarfélaga vilja hægja á málsmeðferðinni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Margir eru eðlilega hræddir um að þetta verði keyrt í gegn á einhverjum ógnarhraða án þess að lykilhagsmunir og almannahagsmunir verði hafði að leiðarljósi,“ segir Dagur.
„Margir eru eðlilega hræddir um að þetta verði keyrt í gegn á einhverjum ógnarhraða án þess að lykilhagsmunir og almannahagsmunir verði hafði að leiðarljósi,“ segir Dagur. VÍSIR/STEFÁN
„Tillagan var ekki samþykkt en hins vegar sameinaðist stjórnin um ályktun um það að hægja þannig á málsmeðferðinni á Alþingi að sveitarfélögin geti komið sínum sjónarmiðum að,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann lagði fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að ríkisstjórnin standi við fyrirheit sín um að þjóðin eigi síðasta orðið um samband Íslands og ESB.

Eins og fram hefur komið felur þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka. Óhætt er að segja að mikillar óánægju gæti vegna þessarar tillögu ráðherra. Í morgun höfðu 40 þúsund skrifað undir áskorun til stjórnvalda á vefsíðunni Þjóð.is um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.

Sveitarfélögin og aðrir þurfa tíma til að skoða málið

Þingsályktunartillögur fá jafnan tvær umræður á Alþingi og í millitíðinni eru þær sendar í nefnd sem sendir þingsályktunartillöguna til umsagnar. Sveitarfélögin ætla að óska eftir því að fá málið til umsagnar.

„Margir eru eðlilega hræddir um að þetta verði keyrt í gegn á einhverjum ógnarhraða án þess að lykilhagsmunir og almannahagsmunir verði hafði að leiðarljósi,“ segir Dagur.

„Sveitarfélögin og aðrir þurfa að fá tíma til þess að skoða þetta og koma sínum sjónarmiðum að. Þannig að þetta verði ekki keyrt í gegn í óþökk við guð og menn,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×