Enski boltinn

Baðst afsökunar á að gefa Liverpool sigurinn

Steven Gerrard þakkaði pent fyrir sig og skoraði sigurmark Liverpool.
Steven Gerrard þakkaði pent fyrir sig og skoraði sigurmark Liverpool. Vísir/Getty
Sascha Riether var skúrkurinn hjá Fulham í gærkvöldi þegar hann færði Liverpool sigur á silfurfati.

Staðan var jöfn, 2-2, og komið fram í uppbótartíma þegar Þjóðverjinn tók upp á því að fella Daniel Sturridge í teignum og vítaspyrna dæmd.

Phil Dowd, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa enda straujaði Riether enska framherjann niður og ekki spurning um vítaspyrnu.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á punktinn og brást ekki frekar en fyrri daginn og skoraði sigurmarkið.

„Þetta var klaufaleg tækling sem hefði ekki átt að sjást,“ sagði Rene Muelsteen, knattspyrnustjóri Fulham, eftir leikinn en Riether vissi þó upp á sig skömmina og bað liðsfélaga sína afsökunar.

„Það fyrsta sem hann sagði þegar við komum inn í búningsklefa var: „Fyrirgefið. Ég hefði ekki átt að gera þetta,“,“ sagði Rene Muelsteen.

Fulham er eftir sem áður á botni deildarinnar og þarf sárlega að fara hala inn einhver stig ef ekki á illa að fara.


Tengdar fréttir

Gerrard tryggði Liverpool sigurinn í lokin

Liverpool fylgdi eftir stórsigrinum á Arsenal um síðustu helgi með 3-2 endurkomusigri á botnliði Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×