„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2014 12:15 Grétar tók myndir á Fjórðungssjúkahúsinu á Neskaupstað. Mynd/Grétar Vilhjálmur „Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira