„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2014 12:15 Grétar tók myndir á Fjórðungssjúkahúsinu á Neskaupstað. Mynd/Grétar Vilhjálmur „Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira