Lögboðnu eftirliti með laxeldi í sjó ekki framfylgt Svavar Hávarðsson skrifar 14. febrúar 2014 08:47 Í Noregi er verið að herða reglur um sjókvíaeldi á laxi, þrátt fyrir að laxinn sé af þeirra eigin stofni. Mynd/Sigurjón Fiskistofa hefur ekki framfylgt opinberu eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjókvíum. Strangar reglur eru um eftirlit. Landssamband veiðifélaga (LS) krefur Fiskistofu um svör og vill rannsókn á því hvort reglur um laxeldi séu brotnar. Óðinn Sigþórsson, formaður LS, sendi fiskistofustjóra bréf á mánudag til að fá upplýsingar um hvernig eftirliti með laxeldi í sjó er háttað. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönnum Fiskistofu á stjórnarfundi LS í nóvember, eins og segir í bréfinu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir það rétt sem kemur fram í bréfi LS að eftirliti sé ekki sinnt samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hvað þetta tiltekna verkefni varðar. „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að framfylgja þessu. Ég gengst við því. Þetta er klárlega eitthvað sem við þyrftum að gera betur og við erum að bregðast við þessu,“ segir Eyþór og bætir við að fljótlega verði óskað eftir ráðgjöf Veiðimálastofnunar um hvernig það verði best gert. Óðinn segir að gert hafi verið samkomulag við stjórnvöld um að falla frá því að seiði væru örmerkt með því skilyrði að seiðin væru auðkennd og með því væri hægt að lesa af erfðamörkum ef eldislax veiddist á stöng í veiðiám. „Þetta er stórmál fyrir okkur af því að eldisfiskur á Íslandi er allur af norskum uppruna,“ segir Óðinn og undirstrikar þá hættu sem íslenska stofninum er búin af erfðablöndun við norskan lax. Eyþór segir að Fiskistofa hafi fyrst í apríl á síðasta ári sett á fót sérstaka fiskeldisdeild, en fiskeldið hafði til þess tíma verið hálfgert olnbogabarn og til skiptis verið á ábyrgð Matvælastofnunar og Fiskistofu. Í kjölfar reglugerðarsetningar árið 2012, sem gerir miklar kröfur um eftirlit, var hins vegar sett á fót fiskeldisdeild innan Fiskistofu og til starfa ráðnir sérfróðir menn um fiskeldi í fyrsta skipti. Frá áramótum hefur aðeins einn maður starfað í fiskeldisdeildinni, en þeir hafa verið tveir. Starfsmaðurinn sér um alla stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi. Eyþór segir hins vegar að aukið fjármagn þurfi til að bæta eftirlitið. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Fiskistofa hefur ekki framfylgt opinberu eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjókvíum. Strangar reglur eru um eftirlit. Landssamband veiðifélaga (LS) krefur Fiskistofu um svör og vill rannsókn á því hvort reglur um laxeldi séu brotnar. Óðinn Sigþórsson, formaður LS, sendi fiskistofustjóra bréf á mánudag til að fá upplýsingar um hvernig eftirliti með laxeldi í sjó er háttað. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönnum Fiskistofu á stjórnarfundi LS í nóvember, eins og segir í bréfinu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir það rétt sem kemur fram í bréfi LS að eftirliti sé ekki sinnt samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hvað þetta tiltekna verkefni varðar. „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að framfylgja þessu. Ég gengst við því. Þetta er klárlega eitthvað sem við þyrftum að gera betur og við erum að bregðast við þessu,“ segir Eyþór og bætir við að fljótlega verði óskað eftir ráðgjöf Veiðimálastofnunar um hvernig það verði best gert. Óðinn segir að gert hafi verið samkomulag við stjórnvöld um að falla frá því að seiði væru örmerkt með því skilyrði að seiðin væru auðkennd og með því væri hægt að lesa af erfðamörkum ef eldislax veiddist á stöng í veiðiám. „Þetta er stórmál fyrir okkur af því að eldisfiskur á Íslandi er allur af norskum uppruna,“ segir Óðinn og undirstrikar þá hættu sem íslenska stofninum er búin af erfðablöndun við norskan lax. Eyþór segir að Fiskistofa hafi fyrst í apríl á síðasta ári sett á fót sérstaka fiskeldisdeild, en fiskeldið hafði til þess tíma verið hálfgert olnbogabarn og til skiptis verið á ábyrgð Matvælastofnunar og Fiskistofu. Í kjölfar reglugerðarsetningar árið 2012, sem gerir miklar kröfur um eftirlit, var hins vegar sett á fót fiskeldisdeild innan Fiskistofu og til starfa ráðnir sérfróðir menn um fiskeldi í fyrsta skipti. Frá áramótum hefur aðeins einn maður starfað í fiskeldisdeildinni, en þeir hafa verið tveir. Starfsmaðurinn sér um alla stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi. Eyþór segir hins vegar að aukið fjármagn þurfi til að bæta eftirlitið.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira