Lögboðnu eftirliti með laxeldi í sjó ekki framfylgt Svavar Hávarðsson skrifar 14. febrúar 2014 08:47 Í Noregi er verið að herða reglur um sjókvíaeldi á laxi, þrátt fyrir að laxinn sé af þeirra eigin stofni. Mynd/Sigurjón Fiskistofa hefur ekki framfylgt opinberu eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjókvíum. Strangar reglur eru um eftirlit. Landssamband veiðifélaga (LS) krefur Fiskistofu um svör og vill rannsókn á því hvort reglur um laxeldi séu brotnar. Óðinn Sigþórsson, formaður LS, sendi fiskistofustjóra bréf á mánudag til að fá upplýsingar um hvernig eftirliti með laxeldi í sjó er háttað. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönnum Fiskistofu á stjórnarfundi LS í nóvember, eins og segir í bréfinu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir það rétt sem kemur fram í bréfi LS að eftirliti sé ekki sinnt samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hvað þetta tiltekna verkefni varðar. „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að framfylgja þessu. Ég gengst við því. Þetta er klárlega eitthvað sem við þyrftum að gera betur og við erum að bregðast við þessu,“ segir Eyþór og bætir við að fljótlega verði óskað eftir ráðgjöf Veiðimálastofnunar um hvernig það verði best gert. Óðinn segir að gert hafi verið samkomulag við stjórnvöld um að falla frá því að seiði væru örmerkt með því skilyrði að seiðin væru auðkennd og með því væri hægt að lesa af erfðamörkum ef eldislax veiddist á stöng í veiðiám. „Þetta er stórmál fyrir okkur af því að eldisfiskur á Íslandi er allur af norskum uppruna,“ segir Óðinn og undirstrikar þá hættu sem íslenska stofninum er búin af erfðablöndun við norskan lax. Eyþór segir að Fiskistofa hafi fyrst í apríl á síðasta ári sett á fót sérstaka fiskeldisdeild, en fiskeldið hafði til þess tíma verið hálfgert olnbogabarn og til skiptis verið á ábyrgð Matvælastofnunar og Fiskistofu. Í kjölfar reglugerðarsetningar árið 2012, sem gerir miklar kröfur um eftirlit, var hins vegar sett á fót fiskeldisdeild innan Fiskistofu og til starfa ráðnir sérfróðir menn um fiskeldi í fyrsta skipti. Frá áramótum hefur aðeins einn maður starfað í fiskeldisdeildinni, en þeir hafa verið tveir. Starfsmaðurinn sér um alla stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi. Eyþór segir hins vegar að aukið fjármagn þurfi til að bæta eftirlitið. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Fiskistofa hefur ekki framfylgt opinberu eftirliti með merkingum norskra eldisseiða í sjókvíum. Strangar reglur eru um eftirlit. Landssamband veiðifélaga (LS) krefur Fiskistofu um svör og vill rannsókn á því hvort reglur um laxeldi séu brotnar. Óðinn Sigþórsson, formaður LS, sendi fiskistofustjóra bréf á mánudag til að fá upplýsingar um hvernig eftirliti með laxeldi í sjó er háttað. Tilefni bréfsins var óskýr svör um eftirlit með laxeldi í sjókvíum frá starfsmönnum Fiskistofu á stjórnarfundi LS í nóvember, eins og segir í bréfinu. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir það rétt sem kemur fram í bréfi LS að eftirliti sé ekki sinnt samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hvað þetta tiltekna verkefni varðar. „Þetta verkefni hefur ekki komist á koppinn ennþá og það er rétt sem segir í bréfinu að við höfum ekki verið að framfylgja þessu. Ég gengst við því. Þetta er klárlega eitthvað sem við þyrftum að gera betur og við erum að bregðast við þessu,“ segir Eyþór og bætir við að fljótlega verði óskað eftir ráðgjöf Veiðimálastofnunar um hvernig það verði best gert. Óðinn segir að gert hafi verið samkomulag við stjórnvöld um að falla frá því að seiði væru örmerkt með því skilyrði að seiðin væru auðkennd og með því væri hægt að lesa af erfðamörkum ef eldislax veiddist á stöng í veiðiám. „Þetta er stórmál fyrir okkur af því að eldisfiskur á Íslandi er allur af norskum uppruna,“ segir Óðinn og undirstrikar þá hættu sem íslenska stofninum er búin af erfðablöndun við norskan lax. Eyþór segir að Fiskistofa hafi fyrst í apríl á síðasta ári sett á fót sérstaka fiskeldisdeild, en fiskeldið hafði til þess tíma verið hálfgert olnbogabarn og til skiptis verið á ábyrgð Matvælastofnunar og Fiskistofu. Í kjölfar reglugerðarsetningar árið 2012, sem gerir miklar kröfur um eftirlit, var hins vegar sett á fót fiskeldisdeild innan Fiskistofu og til starfa ráðnir sérfróðir menn um fiskeldi í fyrsta skipti. Frá áramótum hefur aðeins einn maður starfað í fiskeldisdeildinni, en þeir hafa verið tveir. Starfsmaðurinn sér um alla stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi. Eyþór segir hins vegar að aukið fjármagn þurfi til að bæta eftirlitið.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira