Óheimilt verður að auglýsa eftir ákveðnum eiginleikum starfsmanna Jóhannes Stefánsson skrifar 17. febrúar 2014 22:29 Lögin eru til umsagnar til 28. febrúar næstkomandi. Vísir/GVA/Vilhelm Nýjum lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verður að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín. Starfsmenn mega því tjá sig um launakjör sín að vild.Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar. Vinnuveitendur, hvort heldur sem er á opinberum eða einkamarkaði, munu ekki geta borið fyrir sig kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skerta starfsgetu, aldur, kynhneigð eða kynvitund umsækjenda eða starfsmanna þegar þeir taka ákvörðun um ráðningu eða ýmisskonar kjör viðkomandi samkvæmt lögunum.Mega ekki auglýsa eftir tilteknum eiginleikum Fyrrgreindir þættir mega ekki vera áhrifaþáttur í því þegar vinnuveitendur meta hvort veita eigi stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn eða annað sem tengist breyttum vinnuaðstæðum eða starfskjörum. Auglýsingar þar sem vinnuveitendur gera kröfu um eiginleika sem samræmast ekki undantekningarákvæðum laganna eru óheimilar. Þannig mega vinnuveitendur sem dæmi ekki óska eftir starfsfólki á ákveðnum aldri nema þeir geti fært fram málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði um það hvers vegna umsækjendur skulu vera á tilteknum aldri.Mega mismuna í undantekningartilfellum Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verða þó undantekningar á lögunum og munu vinnuveitendur til dæmis geta neitað fötluðum einstaklingum eða aðilum með skerta starfsgetu um starf ef ráðningin yrði talin sérstaklega íþyngjandi fyrir vinnuveitandann. Sömuleiðis verður mismunandi meðferð ekki talin brjóta gegn lögunum ef starfið er þess eðlis að það krefjist ákveðinna eiginleika af hálfu starfsmannsins. Þannig verður til dæmis ekki talið að um ólögmæta mismunun sé að ræða ef lögreglumönnum er gert að standast kröfur um líkamlegt heilbrigði. Til viðbótar þessu er heimilt að mismuna fólki á grundvelli aldurs ef sú mismunun er liður í því að ná lögmætu markmiði sem vinnuveitandinn hefur sett sér. Í drögum að frumvarpi með lögunum segir að þau séu hliðstæða sambærilegra laga sem hafa verið innleidd víða í Evrópu. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Nýjum lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verður að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín. Starfsmenn mega því tjá sig um launakjör sín að vild.Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar. Vinnuveitendur, hvort heldur sem er á opinberum eða einkamarkaði, munu ekki geta borið fyrir sig kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skerta starfsgetu, aldur, kynhneigð eða kynvitund umsækjenda eða starfsmanna þegar þeir taka ákvörðun um ráðningu eða ýmisskonar kjör viðkomandi samkvæmt lögunum.Mega ekki auglýsa eftir tilteknum eiginleikum Fyrrgreindir þættir mega ekki vera áhrifaþáttur í því þegar vinnuveitendur meta hvort veita eigi stöðuhækkun, stöðubreytingu, endurmenntun, símenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn eða annað sem tengist breyttum vinnuaðstæðum eða starfskjörum. Auglýsingar þar sem vinnuveitendur gera kröfu um eiginleika sem samræmast ekki undantekningarákvæðum laganna eru óheimilar. Þannig mega vinnuveitendur sem dæmi ekki óska eftir starfsfólki á ákveðnum aldri nema þeir geti fært fram málefnaleg rök sem helgast af lögmætu markmiði um það hvers vegna umsækjendur skulu vera á tilteknum aldri.Mega mismuna í undantekningartilfellum Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verða þó undantekningar á lögunum og munu vinnuveitendur til dæmis geta neitað fötluðum einstaklingum eða aðilum með skerta starfsgetu um starf ef ráðningin yrði talin sérstaklega íþyngjandi fyrir vinnuveitandann. Sömuleiðis verður mismunandi meðferð ekki talin brjóta gegn lögunum ef starfið er þess eðlis að það krefjist ákveðinna eiginleika af hálfu starfsmannsins. Þannig verður til dæmis ekki talið að um ólögmæta mismunun sé að ræða ef lögreglumönnum er gert að standast kröfur um líkamlegt heilbrigði. Til viðbótar þessu er heimilt að mismuna fólki á grundvelli aldurs ef sú mismunun er liður í því að ná lögmætu markmiði sem vinnuveitandinn hefur sett sér. Í drögum að frumvarpi með lögunum segir að þau séu hliðstæða sambærilegra laga sem hafa verið innleidd víða í Evrópu.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira