Juande Ramos: Leikmenn Tottenham átu McDonalds eftir æfingar 19. febrúar 2014 10:45 Juande Ramos vann einn titil sem stjóri Tottenham. Vísir/Getty Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira