Juande Ramos: Leikmenn Tottenham átu McDonalds eftir æfingar 19. febrúar 2014 10:45 Juande Ramos vann einn titil sem stjóri Tottenham. Vísir/Getty Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira