Juande Ramos: Leikmenn Tottenham átu McDonalds eftir æfingar 19. febrúar 2014 10:45 Juande Ramos vann einn titil sem stjóri Tottenham. Vísir/Getty Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Spánverjinn Juande Ramos er þjálfari úkraínska liðsins Dnipro Dnipropetrovsk sem Tottenham mætir í Evrópudeildinni annað kvöld. Ramos var ráðinn til Tottenham sumarið 2007 eftir að gera flotta hluti með Sevilla á Spáni. Undir hans stjórn vann liðið deildabikarinn 2008 sem var fyrsti titill liðsins í níu ár, sá annar á 17 árum og er enn í dag sá síðasti sem liðið vann. Tottenham vann erkifjendurnar í Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins 2008 og Chelsea í úrslitaleiknum. Allt virtist vera í blóma þar til á næstu leiktíð þegar liðið gat ekki keypt sér sigur. Ramos var rekinn eftir átta leiki. Tottenham var með tvö stig á botni deildarinnar og Spánverjinn yfirgaf White Hart Lane eftir aðeins 364 daga í starfi. Hann var mjög ósáttur við brottreksturinn á sínum tíma og skaut föstum skotum að leikmönnum liðsins. Sagði lifnaðarhætti þeirra ekki merkilega en fram hafði komið í fréttum að stjórinn lét leikmennina meðal annars borða barnamat til að laga matarræði þeirra.Í viðtali við Guardian rifjar Ramos upp dagana hjá Tottenham og talar þar mikið um matarræði Tottenham-liðsins á þeim tíma. „Án þess að vera bitur get ég í sannleika sagt að sumir leikmennirnir voru, já, feitir,“ segir Ramos. „Íþróttamenn þurfa vera í fullkomnu formi. Líkaminn er þitt lifibrauð. Þú getur ekkert lifað eins og hver annar maður sem fær sér eftirrétti eða kökur. Ef þú borðar köku ertu að setja dísel á tankinn. Íþróttamenn verða að nota ofur-eldsneyti. Það er náttúrlega galið að íþróttamaður, sem fær kannski sex milljónir Evra í laun á ári, reyki, drekki og borði óhóflega.“ Ramos átti erfitt með að fá leikmenn Tottenham til að fara eftir sínum ráðum. Eftir æfingar sá hann þá til dæmis keyra inn á skyndibitastað og fá sér að borða. „Ríkur strákur sem er kannski 22 eða 23 ára vill eflaust ekkert að einhver annar segi honum hvað hann megi borða. Við æfðum ekki langt frá McDonalds-stað og þar sáum við þá borða hamborgara og drekka kók. Ég gat ekki farið heim til þeirra og horft á þá borða en við gátum vigtað þá eftir æfingar. Ef þeir voru ekki í standi fengu þeir ekki að æfa með aðalliðinu,“ segir Juande Ramos.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira