Lögin muni flækja ráðningarferli Elimar Hauksson skrifar 19. febrúar 2014 19:00 Eygló Harðardóttir er félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún er í forsvari fyrir Velferðarráðuneytið ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Kolbeinn Pálsson, hjá ráðningafyrirtækinu Job.is, segir að fyrirhuguð lög um jafna meðferð á vinnumarkaði muni flækja ráðningarferli og gera vinnuveitendum erfitt fyrir í leit að rétta starfsfólkinu. Þá muni ráðningarfyrirtæki eiga í erfiðleikum með að finna þá starfsmenn sem fyrirtæki leita eftir. Kolbeinn lýsti þessari skoðun sinni á frumvarpi Velferðarráðuneytisins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir hugmyndina á bakvið lögin góða en spurningin sé hinsvegar hvernig best sé að framkvæma hana. Erfitt geti verið að framfylgja slíkum reglum þar sem fyrirtæki leiti eftir hæfustu starfsmönnum í viðkomandi starf með tvennt í huga. Annars vegar að afla fyrirtækjum sínum eins mikilla tekna eins og hægt er og hins vegar að hafa tilkostnað sem lægstan. Kolbeinn segist mest kvíða fyrir því að sú aðstaða komi upp að umsækjandi sem telji brotið á sér muni setja fram kæru og geti slíkt átt sér langa málsmeðferð þrátt fyrir að ef til vill sé bara um tilfinningu umsækjandans að ræða sem eigi ef til vill ekkert skylt við starfsgetuna. Nýju lögunum er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verði að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín og mega starfsmenn því tjá sig um launakjör sín að vild. Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar. Tengdar fréttir Óheimilt verður að auglýsa eftir ákveðnum eiginleikum starfsmanna Ný lög munu sjá til þess að vinnuveitendur geti ekki mismunað eftir aldri, lífsskoðunum eða skertri starfsgetu. Þeir munu heldur ekki geta krafist trúnaðar um launakjör starfsmanna. 17. febrúar 2014 22:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Kolbeinn Pálsson, hjá ráðningafyrirtækinu Job.is, segir að fyrirhuguð lög um jafna meðferð á vinnumarkaði muni flækja ráðningarferli og gera vinnuveitendum erfitt fyrir í leit að rétta starfsfólkinu. Þá muni ráðningarfyrirtæki eiga í erfiðleikum með að finna þá starfsmenn sem fyrirtæki leita eftir. Kolbeinn lýsti þessari skoðun sinni á frumvarpi Velferðarráðuneytisins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir hugmyndina á bakvið lögin góða en spurningin sé hinsvegar hvernig best sé að framkvæma hana. Erfitt geti verið að framfylgja slíkum reglum þar sem fyrirtæki leiti eftir hæfustu starfsmönnum í viðkomandi starf með tvennt í huga. Annars vegar að afla fyrirtækjum sínum eins mikilla tekna eins og hægt er og hins vegar að hafa tilkostnað sem lægstan. Kolbeinn segist mest kvíða fyrir því að sú aðstaða komi upp að umsækjandi sem telji brotið á sér muni setja fram kæru og geti slíkt átt sér langa málsmeðferð þrátt fyrir að ef til vill sé bara um tilfinningu umsækjandans að ræða sem eigi ef til vill ekkert skylt við starfsgetuna. Nýju lögunum er ætlað að tryggja að vinnuveitendur geti ekki mismunað umsækjendum um starf eftir aldri, lífsskoðunum, skertri starfsgetu og fleiru. Lögin gera einnig ráð fyrir því að óheimilt verði að krefja starfsfólk um að halda trúnaði um launakjör sín og mega starfsmenn því tjá sig um launakjör sín að vild. Velferðarráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum um lögin, en umsagnarfrestur rennur út þann 28. febrúar.
Tengdar fréttir Óheimilt verður að auglýsa eftir ákveðnum eiginleikum starfsmanna Ný lög munu sjá til þess að vinnuveitendur geti ekki mismunað eftir aldri, lífsskoðunum eða skertri starfsgetu. Þeir munu heldur ekki geta krafist trúnaðar um launakjör starfsmanna. 17. febrúar 2014 22:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Óheimilt verður að auglýsa eftir ákveðnum eiginleikum starfsmanna Ný lög munu sjá til þess að vinnuveitendur geti ekki mismunað eftir aldri, lífsskoðunum eða skertri starfsgetu. Þeir munu heldur ekki geta krafist trúnaðar um launakjör starfsmanna. 17. febrúar 2014 22:29