Enski boltinn

Anderson segir ummælin skálduð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anderson í leik með Fiorentina.
Anderson í leik með Fiorentina. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Anderson segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum ytra í gær hafi verið röng.

Í viðtalinu á Anderson að hafa sagt að fjölmargir leikmenn Manchester United vildu losna frá félaginu. Sjálfur er hann á mála hjá United en í láni hjá Fiorentina á Ítalíu.

„Ég er í sjokki og undrandi á meintu viðtali sem átti sér aldrei stað,“ skrifaði Anderson á Instagram-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Ég myndi aldrei segja nokkuð slæmt um félagið sem ég elska og gaf mér svo mikið. Skammist ykkar!“




Tengdar fréttir

Fleiri leikmenn Manchester United vilja komast burt

Brasilíumaðurinn Anderson, sem er í láni hjá Fiorentina frá Englandsmeisturum Manchester United, telur marga liðsfélaga sína hjá síðarnefnda liðinu vera í leit að nýrri áskorun.

Anderson kominn til Fiorentina

Manchester United hefur samþykkt að lána Brasilíumanninn Anderson til Fiorentina á Ítalíu til loka núverandi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×