Enski boltinn

Swansea sparkar Laudrup

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Laudrup og Portúgalinn Andre Villas-Boas, fyrrverandi stjóri Tottenham. Báðir hafa þurft að taka pokann sinn í vetur.
Laudrup og Portúgalinn Andre Villas-Boas, fyrrverandi stjóri Tottenham. Báðir hafa þurft að taka pokann sinn í vetur. Vísir/AFP
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea hefur rekið knattspyrnustjórann Michael Laudrup. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

„Þessa ákvörðun var erfitt að taka,“ segir Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea. „Hún var hins vegar tekin með hagsmuni Swansea City að leiðarljósi.“

Orðrómur hefur verið í allan dag um að Laudrup myndi víkja. Hann hefur neitað að skuldbinda sig til langs tíma hjá velska liðinu og þrálátlega orðaður við önnur félög.

„Þetta er í fyrsta skipti í næstum tíu ár sem leiðir félagsins og stjóra skilja með þessum hætti. Við urðum hins vegar að eyða óvissunni,“ segir Jenkins sem fundaði í síðasta skipti með Laudrup í dag til að reyna að leysa málin. Allt kom fyrir ekki.

Garry Monk, leikmaður Swansea, mun stýra liðinu þar til annað verður ákveðið. Honum til aðstoðar verður aðalliðsþjálfarinn Alan Curtis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×