Sport

Sævar verður fánaberi Íslands á setningarhátíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Mynd/SKÍ

Sævar Birgisson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXII Vetrarólympíuleikana í Sotsjí sem fram fer að kvöldi 7. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Sævar mun enda tuttugu ára bið Íslendinga eftir skíðagöngumanni á Vetrarólympíuleikum en þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994.

Enn lengra er síðan fánaberi íslenska hópsins var skíðagöngumaður en það var Einar Ólafsson sem keppti á leikunum 1988 í Calgary.

Fánaberar Íslands á síðustu Vetrarleikum:
2012 í Sotsjí - Sævar Birgisson, skíðaganga
2010 í Vancouver - Björgvin Björgvinsson, alpagreinar
2006 í Torino - Dagný Linda Kristjánsdóttir, alpagreinar     
2002 í Salt Lake City - Dagný Linda Kristjánsdóttir, alpagreinar    
1998 í Nagano - Theódóra Mathiesen, alpagreinar
1994 í Lillehammer - Ásta Halldórsdóttir, alpagreinar
1992 í Alberville - Ásta Halldórsdóttir, alpagreinar
1988 í Calgary - Einar Ólafsson, skíðaganga
1984 í Sarajevo  - Nanna Leifsdóttir, alpagreinar
1980 í Lake Placid - Haukur Sigurðsson, skíðagangaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.