Fylltist stolti þegar hann sá vefsíðu sína í Bond-mynd Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2014 14:25 Guðmundur hannaði vef Daily Mail ásamt tveimur félögum sínum. „Auðvitað er maður stoltur af þessu, sérstaklega þegar maður sá vefinn í Bond-mynd,“ segir Guðmundur R. Einarsson vefhönnuður og forritari, einn þriggja manna sem hönnuðu vef Daily Mail. Vefur breska stórblaðsins hefur fengið fjölda verðlauna og var mest sótti fréttavefur ársins 2011. BBC fjallaði þá um hvernig „vefurinn tók yfir Bandaríkin“ og tiltekur hönnun vefsins sem mikilvægan þátt í því. „Vefurinn brýtur í raun allar reglur um vefhönnun,“ segir í greininni. Stórar myndir og langar fyrirsagnir eru líka taldar mikilvægar í þessu samhengi. „Menn frá Daily Mail höfðu samband við samstarfsfélaga minn og við réðumst í verkið. Við unnum að gerð vefsins í eitt og hálft ár. Þetta var mikið verk. Við stýrðum hönnuninni og ég kóðaði allan vefinn,“ útskýrir Guðmundur. Þetta var ekki fyrsti fréttavefurinn sem félagarnir unnu að. „Við endurhönnuðum til dæmis vefinn fyrir CNN á sínum tíma.“ Vinnan við hönnun á Daily Mail vefnum fór fram árin 2006 og 2007. Útlitið hefur haldið sér síðan. Þetta þykir þykir frábær ending á vefhönnun. „Já, þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Vefurinn virkar til dæmis mjög vel á snjallsíma og spjaldtölvum,“ útskýrir Guðmundur.Ótrúlega mikið af hæfileikum á Íslandi „Ég er ekkert einsdæmi. Það er ótrúlega mikið af hæfileikaríkum vefhönnuðum hér á landi. Ég vona að fólk átti sig á því hvað það eru miklir möguleikar til útflutnings í þessum geira,“ segir Guðmundur. Fyrirtæki Guðmundar, sem nefnist WEDO, var að landa stórum samningi í Sviss og vonast til þess að geta komið fleirum í tengsl erlendis. „Við viljum vinna með sem flestum og hjálpa fólki að komast áfram. Ég var að landa samningi í Sviss og vil endilega hjálpa öðrum íslenskum fyrirtækjum að komast að. Ég er búinn að ræða við Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands hjá EFTA, um að koma íslensku hugviti sem víðast.“ Hann segir sköpunargáfu Íslendinga vera mikla og hún nýtist þeim í þessum geira. „Við vinnum á litlum markaði og þurfum að stökkva í allt. Það hjálpar íslenskum vefhönnuðum að skilja markaði og eykur aðlögunarhæfni þeirra.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Auðvitað er maður stoltur af þessu, sérstaklega þegar maður sá vefinn í Bond-mynd,“ segir Guðmundur R. Einarsson vefhönnuður og forritari, einn þriggja manna sem hönnuðu vef Daily Mail. Vefur breska stórblaðsins hefur fengið fjölda verðlauna og var mest sótti fréttavefur ársins 2011. BBC fjallaði þá um hvernig „vefurinn tók yfir Bandaríkin“ og tiltekur hönnun vefsins sem mikilvægan þátt í því. „Vefurinn brýtur í raun allar reglur um vefhönnun,“ segir í greininni. Stórar myndir og langar fyrirsagnir eru líka taldar mikilvægar í þessu samhengi. „Menn frá Daily Mail höfðu samband við samstarfsfélaga minn og við réðumst í verkið. Við unnum að gerð vefsins í eitt og hálft ár. Þetta var mikið verk. Við stýrðum hönnuninni og ég kóðaði allan vefinn,“ útskýrir Guðmundur. Þetta var ekki fyrsti fréttavefurinn sem félagarnir unnu að. „Við endurhönnuðum til dæmis vefinn fyrir CNN á sínum tíma.“ Vinnan við hönnun á Daily Mail vefnum fór fram árin 2006 og 2007. Útlitið hefur haldið sér síðan. Þetta þykir þykir frábær ending á vefhönnun. „Já, þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Vefurinn virkar til dæmis mjög vel á snjallsíma og spjaldtölvum,“ útskýrir Guðmundur.Ótrúlega mikið af hæfileikum á Íslandi „Ég er ekkert einsdæmi. Það er ótrúlega mikið af hæfileikaríkum vefhönnuðum hér á landi. Ég vona að fólk átti sig á því hvað það eru miklir möguleikar til útflutnings í þessum geira,“ segir Guðmundur. Fyrirtæki Guðmundar, sem nefnist WEDO, var að landa stórum samningi í Sviss og vonast til þess að geta komið fleirum í tengsl erlendis. „Við viljum vinna með sem flestum og hjálpa fólki að komast áfram. Ég var að landa samningi í Sviss og vil endilega hjálpa öðrum íslenskum fyrirtækjum að komast að. Ég er búinn að ræða við Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands hjá EFTA, um að koma íslensku hugviti sem víðast.“ Hann segir sköpunargáfu Íslendinga vera mikla og hún nýtist þeim í þessum geira. „Við vinnum á litlum markaði og þurfum að stökkva í allt. Það hjálpar íslenskum vefhönnuðum að skilja markaði og eykur aðlögunarhæfni þeirra.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent