"Þar átti ég að vera sæt og þegja" Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 20:00 Nýstofnuð bloggsíða Nönnu Mjallar Atladóttur, félagsráðgjafa, hefur vakið mikla athygli. „Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan,“ segir kona á sjötugsaldri, sem hefur stofnað bloggsíðu til að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hún kveðst alla ævi hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum.Bloggsíða sem félagsráðgjafinn Nanna Mjöll Atladóttir byrjaði með í gær hefur heldur betur vakið athygli og sterk viðbrögð. Við heimsóttum hana á vinnustað hennar í Laugarási í dag. Strax í morgun höfðu yfir tólf þúsund manns farið inn á síðu Nönnu. Í fyrstu færslunni segir meðal annars: „Ég hef nú skorað á sjálfa mig að hætta að vera meðvirk með körlum sem niðurlægja konur. Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan. Ég mun mótmæla öllu misrétti og ójöfnuði sem ég verð vitni að.“ Af hverju ákvaðstu að stofna þetta blogg? „Mig langaði bara að fá umræðu um kvenfrelsismál og ég vona að þetta skili minni fordómum og kvenfyrirlitningu,“ segir Nanna. Í fyrstu færslunni nafngreinir hún samstarfsmann sinn á Heilsugæslunni í Laugarási, lækni sem hún segir ítrekað hæðast að konum. Hún hyggst þó ekki nafngreina fleiri. „Ég vil endilega reyna að færa þessa umræðu áfram út í þjóðfélagið. Þetta er lítill vinnustaður og ég vil ekki valda neinum deilum hérna innanhúss.“ Hún kveðst hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum alla sína ævi. „Ég hef unnið á mörgum kvennavinnustöðum og mér dettur til dæmis í hug þegar ég var 19 ára og byrjaði að vinna sem flugfreyja. Þar átti ég að vera sæt og þegja, eins og alls staðar annars staðar.“ Margir hafa lýst yfir stuðningi sínum við skrif Nönnu. „Og svo hafa verið síðri viðbrögð líka, meðal annars hafa komið athugasemdir héðan frá vinnustaðnum,“ segir hún. Aðrir starfsmenn heilsugæslunnar í Laugarási kusu að tjá sig ekki en boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun. „Ég vona að við komum okkur saman um að hafa áfram góðan anda hérna,“ segir Nanna. En ætlar þú að halda ótrauð áfram að blogga? „Já, ég ætla að gera það.“ Tengdar fréttir Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45 Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
„Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan,“ segir kona á sjötugsaldri, sem hefur stofnað bloggsíðu til að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hún kveðst alla ævi hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum.Bloggsíða sem félagsráðgjafinn Nanna Mjöll Atladóttir byrjaði með í gær hefur heldur betur vakið athygli og sterk viðbrögð. Við heimsóttum hana á vinnustað hennar í Laugarási í dag. Strax í morgun höfðu yfir tólf þúsund manns farið inn á síðu Nönnu. Í fyrstu færslunni segir meðal annars: „Ég hef nú skorað á sjálfa mig að hætta að vera meðvirk með körlum sem niðurlægja konur. Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan. Ég mun mótmæla öllu misrétti og ójöfnuði sem ég verð vitni að.“ Af hverju ákvaðstu að stofna þetta blogg? „Mig langaði bara að fá umræðu um kvenfrelsismál og ég vona að þetta skili minni fordómum og kvenfyrirlitningu,“ segir Nanna. Í fyrstu færslunni nafngreinir hún samstarfsmann sinn á Heilsugæslunni í Laugarási, lækni sem hún segir ítrekað hæðast að konum. Hún hyggst þó ekki nafngreina fleiri. „Ég vil endilega reyna að færa þessa umræðu áfram út í þjóðfélagið. Þetta er lítill vinnustaður og ég vil ekki valda neinum deilum hérna innanhúss.“ Hún kveðst hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum alla sína ævi. „Ég hef unnið á mörgum kvennavinnustöðum og mér dettur til dæmis í hug þegar ég var 19 ára og byrjaði að vinna sem flugfreyja. Þar átti ég að vera sæt og þegja, eins og alls staðar annars staðar.“ Margir hafa lýst yfir stuðningi sínum við skrif Nönnu. „Og svo hafa verið síðri viðbrögð líka, meðal annars hafa komið athugasemdir héðan frá vinnustaðnum,“ segir hún. Aðrir starfsmenn heilsugæslunnar í Laugarási kusu að tjá sig ekki en boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun. „Ég vona að við komum okkur saman um að hafa áfram góðan anda hérna,“ segir Nanna. En ætlar þú að halda ótrauð áfram að blogga? „Já, ég ætla að gera það.“
Tengdar fréttir Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45 Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45
Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32