Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:45 Nanna Atladóttir segir að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafa völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég hugsaði með mér hingað og ekki lengra, ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta,“ segir Nanna Atladóttir, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni Laugarási í Biskupstungum. Nanna hóf í gær, á tíu ára afmæli Facebook, að blogga um konur og kvenréttindi. Fyrsta bloggið var um kvenfyrirlitningu læknis á heilsugæslunni í Laugarási. Nanna lýsir því í blogginu hvað lækninum, Pétri Skarphéðinssyni, finnist sniðugt að hæðast að konum. Hún segir að hann hafi gengið inn á kaffistofuna í gærmorgun og niðurlægt eina konuna sem þar sat. Afleysingahjúkrunarforstjórinn, sem er kona, hafi spurt lækninn hvort það væri mikilvægt að hún sæti yfirmannafund. Svar læknisins var að það væru aldrei merkilegir fundir sem konur sitja. Hún skyldi því bara sleppa því. „Þetta var svona í hundraðasta sinn sem ég hlusta þegjandi á athugasemdir viðkomandi læknis og mér var fyrirmunað að þegja lengur. Ég sagði að mér fyndust svona brandarar ekki sniðugir lengur og að ég sætti mig ekki lengur við að sitja þegjandi undir slíku,“ bloggar Nanna. Hún segir að læknirinn hafi hlegið að athugasemdum hennar og sagt að sér þætti gaman að æsa upp kvenfólkið í kringum sig. Á heilsugæslustöðinni eru tveir karlkyns læknar auk þess sem þar starfa tólf konur. Nanna segir að það sé litið á læknana sem guði og enginn mótmæli því sem þeir segja. Hún segir að það hafi tekið á að setjast niður og skrifa bloggið. „Ég var skíthrædd við að setjast niður og tjá mig um þetta þó ég sé orðin 64 ára gömul. Það er ótrúlegt hvað maður er mótaður af uppeldi sínu,“ segir Nanna og vísar til þess að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafi völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég held að yngri konur myndu ekki láta slíkt yfir sig ganga. Ég sé það á tengdadætrum mínum og systradætrum mínum að þær hafa ekki fengið þannig uppeldi að karlmenn séu æðri en konur,“ segir Nanna. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Pétri Skarphéðinssyni heilsugæslulækni við vinnslu fréttarinnar en var sagt að hann tæki ekki síma. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég hugsaði með mér hingað og ekki lengra, ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta,“ segir Nanna Atladóttir, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni Laugarási í Biskupstungum. Nanna hóf í gær, á tíu ára afmæli Facebook, að blogga um konur og kvenréttindi. Fyrsta bloggið var um kvenfyrirlitningu læknis á heilsugæslunni í Laugarási. Nanna lýsir því í blogginu hvað lækninum, Pétri Skarphéðinssyni, finnist sniðugt að hæðast að konum. Hún segir að hann hafi gengið inn á kaffistofuna í gærmorgun og niðurlægt eina konuna sem þar sat. Afleysingahjúkrunarforstjórinn, sem er kona, hafi spurt lækninn hvort það væri mikilvægt að hún sæti yfirmannafund. Svar læknisins var að það væru aldrei merkilegir fundir sem konur sitja. Hún skyldi því bara sleppa því. „Þetta var svona í hundraðasta sinn sem ég hlusta þegjandi á athugasemdir viðkomandi læknis og mér var fyrirmunað að þegja lengur. Ég sagði að mér fyndust svona brandarar ekki sniðugir lengur og að ég sætti mig ekki lengur við að sitja þegjandi undir slíku,“ bloggar Nanna. Hún segir að læknirinn hafi hlegið að athugasemdum hennar og sagt að sér þætti gaman að æsa upp kvenfólkið í kringum sig. Á heilsugæslustöðinni eru tveir karlkyns læknar auk þess sem þar starfa tólf konur. Nanna segir að það sé litið á læknana sem guði og enginn mótmæli því sem þeir segja. Hún segir að það hafi tekið á að setjast niður og skrifa bloggið. „Ég var skíthrædd við að setjast niður og tjá mig um þetta þó ég sé orðin 64 ára gömul. Það er ótrúlegt hvað maður er mótaður af uppeldi sínu,“ segir Nanna og vísar til þess að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafi völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég held að yngri konur myndu ekki láta slíkt yfir sig ganga. Ég sé það á tengdadætrum mínum og systradætrum mínum að þær hafa ekki fengið þannig uppeldi að karlmenn séu æðri en konur,“ segir Nanna. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Pétri Skarphéðinssyni heilsugæslulækni við vinnslu fréttarinnar en var sagt að hann tæki ekki síma.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira