"Þar átti ég að vera sæt og þegja" Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 20:00 Nýstofnuð bloggsíða Nönnu Mjallar Atladóttur, félagsráðgjafa, hefur vakið mikla athygli. „Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan,“ segir kona á sjötugsaldri, sem hefur stofnað bloggsíðu til að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hún kveðst alla ævi hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum.Bloggsíða sem félagsráðgjafinn Nanna Mjöll Atladóttir byrjaði með í gær hefur heldur betur vakið athygli og sterk viðbrögð. Við heimsóttum hana á vinnustað hennar í Laugarási í dag. Strax í morgun höfðu yfir tólf þúsund manns farið inn á síðu Nönnu. Í fyrstu færslunni segir meðal annars: „Ég hef nú skorað á sjálfa mig að hætta að vera meðvirk með körlum sem niðurlægja konur. Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan. Ég mun mótmæla öllu misrétti og ójöfnuði sem ég verð vitni að.“ Af hverju ákvaðstu að stofna þetta blogg? „Mig langaði bara að fá umræðu um kvenfrelsismál og ég vona að þetta skili minni fordómum og kvenfyrirlitningu,“ segir Nanna. Í fyrstu færslunni nafngreinir hún samstarfsmann sinn á Heilsugæslunni í Laugarási, lækni sem hún segir ítrekað hæðast að konum. Hún hyggst þó ekki nafngreina fleiri. „Ég vil endilega reyna að færa þessa umræðu áfram út í þjóðfélagið. Þetta er lítill vinnustaður og ég vil ekki valda neinum deilum hérna innanhúss.“ Hún kveðst hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum alla sína ævi. „Ég hef unnið á mörgum kvennavinnustöðum og mér dettur til dæmis í hug þegar ég var 19 ára og byrjaði að vinna sem flugfreyja. Þar átti ég að vera sæt og þegja, eins og alls staðar annars staðar.“ Margir hafa lýst yfir stuðningi sínum við skrif Nönnu. „Og svo hafa verið síðri viðbrögð líka, meðal annars hafa komið athugasemdir héðan frá vinnustaðnum,“ segir hún. Aðrir starfsmenn heilsugæslunnar í Laugarási kusu að tjá sig ekki en boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun. „Ég vona að við komum okkur saman um að hafa áfram góðan anda hérna,“ segir Nanna. En ætlar þú að halda ótrauð áfram að blogga? „Já, ég ætla að gera það.“ Tengdar fréttir Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45 Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan,“ segir kona á sjötugsaldri, sem hefur stofnað bloggsíðu til að berjast gegn kvenfyrirlitningu. Hún kveðst alla ævi hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum.Bloggsíða sem félagsráðgjafinn Nanna Mjöll Atladóttir byrjaði með í gær hefur heldur betur vakið athygli og sterk viðbrögð. Við heimsóttum hana á vinnustað hennar í Laugarási í dag. Strax í morgun höfðu yfir tólf þúsund manns farið inn á síðu Nönnu. Í fyrstu færslunni segir meðal annars: „Ég hef nú skorað á sjálfa mig að hætta að vera meðvirk með körlum sem niðurlægja konur. Ég ætla ekki lengur að sætta mig við að vera þæga og góða stúlkan. Ég mun mótmæla öllu misrétti og ójöfnuði sem ég verð vitni að.“ Af hverju ákvaðstu að stofna þetta blogg? „Mig langaði bara að fá umræðu um kvenfrelsismál og ég vona að þetta skili minni fordómum og kvenfyrirlitningu,“ segir Nanna. Í fyrstu færslunni nafngreinir hún samstarfsmann sinn á Heilsugæslunni í Laugarási, lækni sem hún segir ítrekað hæðast að konum. Hún hyggst þó ekki nafngreina fleiri. „Ég vil endilega reyna að færa þessa umræðu áfram út í þjóðfélagið. Þetta er lítill vinnustaður og ég vil ekki valda neinum deilum hérna innanhúss.“ Hún kveðst hafa fundið fyrir niðrandi framkomu gagnvart konum alla sína ævi. „Ég hef unnið á mörgum kvennavinnustöðum og mér dettur til dæmis í hug þegar ég var 19 ára og byrjaði að vinna sem flugfreyja. Þar átti ég að vera sæt og þegja, eins og alls staðar annars staðar.“ Margir hafa lýst yfir stuðningi sínum við skrif Nönnu. „Og svo hafa verið síðri viðbrögð líka, meðal annars hafa komið athugasemdir héðan frá vinnustaðnum,“ segir hún. Aðrir starfsmenn heilsugæslunnar í Laugarási kusu að tjá sig ekki en boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun. „Ég vona að við komum okkur saman um að hafa áfram góðan anda hérna,“ segir Nanna. En ætlar þú að halda ótrauð áfram að blogga? „Já, ég ætla að gera það.“
Tengdar fréttir Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45 Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni í Laugarási segir heilsugæslulækni hæðast að konum. Henni sé nóg boðið og hafi ákveðið að sitja ekki lengur þegjandi undir niðrandi athugasemdum læknisins. Hún segist hafa verið skíthrædd að tjá sig. 5. febrúar 2014 10:45
Segir heilsugæslulækninn gera lítið úr konum Félagsráðgjafi á heilsugæslunni í Laugarási í Biskupstungum sakar heimilislækni sem starfar á sama stað um að hæðast að konum og gera lítið úr þeim. Hún segir að læknar séu taldir í guðatölu. 4. febrúar 2014 14:32