Enski boltinn

Aron Einar ekki í hóp hjá Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í bikarleiknum gegn Bolton.
Aron Einar í bikarleiknum gegn Bolton. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff sem mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aron Einar kom inn á sem varamaður þegar að liðið vann 2-1 sigur á Norwich um síðustu helgi en engar skýringar hafa borist á fjarveru hans í dag.

Hann hefur verið í byrjunarliðinu tvívegis eftir áramót - í 4-2 tapi gegn Manchester City um miðjan síðasta mánuði og svo í 1-0 sigri liðsins á Bolton í ensku bikarkeppninni. Ole Gunnar Solskjær tók við sem knattpsyrnustjóri liðsins um síðustu áramót.

Alls hefur hann komið við sögu í nítján deildarleikjum og skorað í þeim eitt mark. Það var í 3-2 sigurleik liðsins gegn City í ágúst síðastliðnum en Aron Einar skoraði þá fyrsta úrvalsdeildarmark Cardiff City frá upphafi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×