Enski boltinn

Gylfi frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Tottenham þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ólafur Már, bróðir Gylfa, staðfesti við Vísi að Gylfi hefði meiðst á æfingu í vikunni og hefði ekki náð sér í tæka tíð.

Leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag en með sigri kemst Tottenham, sem er í sjötta sæti, upp fyrir Everton sem er í því fimmta.


Tengdar fréttir

Adebayor skaut Tottenham í fimmta sætið

Emmanuel Adebayor var hetja Tottenham þegar að liðið vann mikilvægan 1-0 sigur á Everton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×