Innlent

"Klám er ekki rauveruleikinn“

Birta Björnsdóttir skrifar
„Mér finnst mikilvægt í allri fræðslu að skilja klámið frá raunveruleikanum,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, sem heldur reglulega fyrirlestra fyrir ungt fólk um allt sem viðkemur kynlífi.

Verkamannaflokkurin í Bretlandi lagði í dag fyrir þingið tillögur að breytingum á barna og fjölskyldulögum þar í landi, þar sem lagt er til að kynfræðsla verði lögbundin í öllum skólum í Bretlandi.

Ástæður tillögunnar eru meðal annars þær að ofbeldi hefur aukist í samböndunum unglinga og er klámnoktun ungmenna oft talinn ríkjandi þáttur í því, ungmenni sem horfi reglulega á klám fái ranga mynd af raunveruleikanum.

Klámnotkun unglinga hér á landi hefur ekki verið mikið rannsökuð en árið 2010 var gerð samanburðarrannsókn á högum ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára á norðurlöndunum.

Þar var meðal annars skoðuð klámnotkun unglinga og þar kom fram að íslenskir drengir eiga norðurlandamet í áhorfi á klám. Samkvæmt niðustöðunum skoða um 75% íslenskra pilta klám einu sinni í viku eða oftar og þar af 20% daglega.

„Ég tala mikið við þau um gerð klámmynda. Þegar þú ætlar upp í rúm með einhverjum  til að stunda kynlíf þá hringirðu ekki í átján bestu vini þína og biður þá um að vera viðstadda með tökuvél, hljóðupptökur, ljós og förðun. Þetta er ekki alvöru,“ segir Sigríður Dögg.

Viðtalið má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×