Skrímslahamurinn á samning hjá Skittles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2014 18:15 Lynch hleypur með boltann. Vísir/Getty Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00
Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03
Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18
Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30