Erlent

Elding varð þremur að bana

Kristján Hjálmarsson skrifar
Elding varð þremur að bana og slasaði 22 á sólarströnd í bænum Villa Gesell, 320 kílómetra fyrir utan Buenos Aires höfuðborg Argentínu í gær.

Sextán fullorðnir og sex börn slösuðust þegar eldingunni sló niður, þar af slösuðust tveir mjög illa.

Að sögn veðurstofunnar í Argentínu olli skyndilegt óveður eldingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×