Fótbolti

Ronaldinho bestur í Suður-Ameríku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldinho varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002.
Ronaldinho varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002. Nordicphotos/Getty
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku árið 2013.

Frammistaða Ronaldinho í heimsmeistarakeppni félagsliða í desember olli nokkrum vonbrigðum. Fyrr á árinu var hann hins vegar í lykilhlutverki þegar Atletico Mineiro vann sigur í Suður-Ameríkubikarnum í fyrsta skipti.

Neymar, sem yfirgaf Santos fyrr á árinu og gekk í raðir Barcelona, varð í öðru sæti í kjörinu og Maxi Rodriguez hjá Newells Old Boys varð þriðji. Aðeins leikmenn sem spila í Suður-Ameríku eru gjaldgengir í kjörið sem fer fram hjá úrúgvæska dagblaðinu El Pais.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×