Enski boltinn

Frábært að fá Gerrard aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, fagnaði því að Steven Gerrard væri búinn að jafna sig á meiðslum sínum en fyrirliðinn kom inn á sem varamaður í sigri Liverpool á Hull í gær.

Gerrard tognaði aftan í læri og missti af mikilvægum leikjum gegn Tottenham, Manchester City og Chelsea af þeim sökum.

„Það var afskaplega mikilvægt að fá Gerrard aftur,“ sagði Rodgers. „Áhrif hans á liðið skiptir sköpum fyrir okkur. Hann lagði mikið á sig í endurhæfingunni og við vildum bara að hann fengi nokkrar mínútur á vellinum.“

„Hann mun komast aftur á fullt skrið á næstu tíu dögunum eða svo en það er fyrst og fremst frábært að fá hann aftur.“

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×