Enski boltinn

Rooney gæti misst af fleiri leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Manchester United, segir ekki útilokað að Wayne Rooney muni missa af einhverjum leikjum á næstu vikum vegna nárameiðsla.

Rooney missti af leik United gegn Norwich um helgina en spilaði allan leikinn þegar að United tapaði fyrir Tottenham, 2-1, í gær.

Robin van Persie hefur einnig verið frá vegna meiðsla og því hefur Moyes ekki getað veitt Rooney þá hvíld sem hann þarf að fá.

„Hann hefur misst af nokkrum leikjum vegna meiðslanna og gæti misst af einhverjum til viðbótar,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla.

United hefur átt erfitt uppdráttar í haust en Moyes segir að úrslitin gegn Tottenham breytu engu um stefnu félagsins í leikmannakaupum. „Þau hafa engin áhrif á hvað við gerum nú í janúar eða í sumar. Þetta var ekki okkar dagur en úrslitin munu ekki breyta okkar starfsháttum.“

Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×