Enski boltinn

Stuðningsmaður reif fána aðstoðardómara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Reiður stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Millwall var heldur óánægður með störf annars aðstoðardómarans í 3-1 tapi liðsins gegn Leicester í gær.

Stuðningsmaðurinn var ósáttur við ákvörðun dómarans Alan Young að gefa Millwall ekki hornspyrnu í leiknum. Hann greip því flagg aðstoðardómarans og reif það í tvennt.

Félagið hefur ekki greint frá því hvort að félagið muni refsa stuðningsmanninum sem fékk fylgd út af leikvanginum eftir atvikið.

Millwall er sem stendur í 21. sæti deildarinnar með 22 stig og aðeins einu stigi frá fallsæti. Félagið er nú að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Steve Lomas var sagt upp störfum á öðrum degi jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×